Gögn og efni

Gögn, tölfræði og annað efni fyrir fjölmiðla og almenning.

UNHCR, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur að geyma yfirgripsmikil gögn og tölfræði um nauðungarflutninga, bæði hvað varðar tilteknar aðgerðir, ástand á heimsvísu og fjölda nauðungarfluttra einstaklinga. Efnið er aðgengilegt fyrir starfsfólk, ríkisstjórnir, samstarfsaðila, önnur mannúðar- eða þróunarsamtök, fræðafólk og almenning. Að auki gefur Flóttamannastofnunin út fjölda skýrslna – stundum í samvinnu með öðrum stofnunum eða samstarfsaðilum – sem eru mikilvæg verkfæri í baráttunni til að auka meðvitund.

Tölfræðilegt efni og gagnagáttir

Skýrsla um þróun á heimsvísu

Árleg tölfræðiskýrsla Flóttamannastofnunarinnar um nauðungarflutninga á heimsvísu, með tölum um flóttafólk, nauðungarflutta einstaklinga, hælisleitendur og ríkisfangslausar manneskjur.

Alþjóðleg skýrsla

Skýrslan birtir lykilniðurstöður og afrek UNHCR, þar með taldar upplýsingar um helstu flóttamannaaðstoð á heimsvísu.

 

Gagnagátt aðgerða

Birtir gögn, upplýsingar og fréttir um aðgerðir og yfirstandandi neyðarástand.

 

Global Focus-gáttin

Ein aðalgátt UNHCR fyrir styrktaraðila og aðra helstu samstarfsaðila, með yfirliti yfir aðgerðir, starfsemi og niðurstöður.

Gagnaleit endurbúsetu

Birtir gögn um endurbúsetu, þar á meðal upprunalönd, hælislönd og endurbúsetulönd. Gagnagáttin er uppfærð í hverjum mánuði.

Tölfræði um flóttafólk

Gagnabanki UNHCR um tölfræðileg þýði birtir opinber og viðurkennd gögn um viðkvæma hópa frá árinu 1951.

Annað efni

Refworld

Yfirgripsmikið safn lagalegra skjala og efnis, sögulegs og núgildandi, um vernd og önnur málefni tengd flóttafólki og brottfluttum einstaklingum.

Flóttamannasamningurinn frá 1951

Finndu samninginn, bókun hans og viðbótarupplýsingar um hann, mikilvægt lykilskjal sem myndar lagalegan grunn fyrir starfsemi UNHCR.

Efni um flóttafólk

Birtir ljósmyndir og myndbandsefni af aðstæðum flóttafólks og vegalausra einstaklinga út um allan heim. Fjölmiðlar og samstarfsaðilar geta hlaðið niður efni úr safninu með því að stofna notandasíðu.

Aðrar skýrslur

Þú finnur fleiri tengla á skýrslur og upplýsingaskjöl UNHCR, til dæmis um endurbúsetu, fjölskyldusameiningu, ríkisfangsleysi o.fl. hér á síðu okkar fyrir landsvæði (á ensku).