Gögn og tölfræði

Alþjóðleg

Sjàðu nýjustu skýrsluna um Alþjóðlegar Stefnur hér.

 

Evrópa

Þú finnur tölfræði um stöðuna í Evrópu hér, uppfært mánaðarlega.

Norður Evrópu

Hversu margir hælisleitendur komu á síðasta ári til Norður Evrópu og hvaðan koma þau? Hversu margir fengu dvalarleyfi og alþjóðlega vernd og hversu margir kvótaflóttamenn komu árið 2017?

Tölfræði UNHCR Norður-Evrópu – sem fjallar um Danmörku, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noreg og Svíþjóð  – veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga á svæðinu fyrir árið 2017. Upplýsingarnar gefa kost á að skilja og bera saman tölfræðina varðandi komur, kvótaflóttamenn, prósentutölur og heildarfjölda fólks sem fékk alþjóðlega vernd á svæðinu ásamt tölfræði um komur flóttafólks seinustu þrjú ár til fyrrnefndra landa.

Þú getur náð í upplýsingarnar um Norður-Evrópu (á ensku) hérna.

 

Hvernig öflum við gagna

Hjá Upplýsinga- og samræmingadeild eru tölfræðingar í fullu starfi að fylgjast með þeim fjölda fólks sem neyðist til að flýja þegar neyð brýst út, svo að við getum áætlað hversu margir þurfi hjálp, hversu mikla hjálp fólk þurfi og hversu mikið af starfsfólki þarf til að inna starfið af hendi. Þessar tölur birtast á hverju ári í Alþjóðlegar stefnur – og Alheimsákall -skýrslunum.

Starfsfólkið okkar

Starfsfólkið okkar er meginstoð Flóttamannahjálparinnar. Í lok árs 2015 voru um 9700 manns í vinnu hjá okkur. Um 89% starfsfólksins er staðsett á vettvangi. Við vinnum í 126 löndum, með starfsfólk á svæðisbundnum skrifstofum og í útibúum. Starfsfólk okkar leggur hart að sér við að hjálpa nauðstöddum með sérfræðiþekkingu á ýmis konar sviðum, þar á meðal lögfræðilegri aðstoð, stjórnsýslu, samfélagsþjónustu, opinberum málum og heilsu.

Fjármál

Flóttamannahjálpin er eingöngu fjármögnuð með frjálsum framlögum eða 86% frá ríkistjórnum og Evrópusambandinu. Sex prósent koma frá öðrum milliríkjasamtökum og öðrum sameiginlegum sjóðum, á meðan hin sex prósentin koma frá einkageiranum, þar á meðal sjóðum, samtökum og frá almenningi. Auk þess fáum við niðurgreiðslu (tvö prósent) frá Sameinuðu þjóðunum fyrir stjórnsýslu og þiggjum framlög, eins og tjöld, lyf og vörubíla. Flóttamannahjálpin var stofnuð 1950 með naumum fjárhag að upphæð 300,000 bandaríkjadala. Eftir því sem umfang starfsins óx hefur kostnaður einnig aukist.  Árleg fjárlög voru um einn milljarður bandaríkjadala í upphafi tíunda áratugarins og árið 2013 var hann um 5,3 milljarðar. Árleg fjárhagsáætlun samtakanna gerir ráð fyrir m.a. gerð áætlanna sem styðja áframhaldandi aðgerðir og viðbótaráætlanir til þess að halda utan um neyðartilfelli eins og í Sýrlandi og umfangsmikla nauðungarflutninga. Uppfærðar upplýsingar um fjáröflun Flóttamannahjálparinnar má nálgast á Global Focus-vefsíðunni.

Tölfræði og gögn um aðgerðir

Nákvæm, mikilvæg og tímabær gögn og tölfræði ráða úrslitum í flóttamannaaðgerðum. Þær upplýsingar eru notaðar af öllum samstarfsfélögum okkar til þess að bregðast við þörfum flóttamanna. Tölfræðigagnabanki Flóttamannahjálparinnar inniheldur gögn, skýrslur og aðrar upplýsingar sem eru ómissandi á vettvangi. Þar er einnig að finna tölfræðiskýrslur sem varða – flóttamenn, hælisleitendur, heimkomna flóttamenn, nauðungarflutta og ríkisfangslausa. Nákvæmar upplýsingar eru tiltækar um hælislönd, uppruna, kyn, aldur, staðsetningu og lagalega stöðu og stöðugt er lagt mat á gæði aðgerða Flóttamannahjálparinnar og verndarinnar sem hún veitir. Vinsamlegast skoðið Tölfræðiárbækur, hálfsársstefnur og hælisstefnur fyrir nánari upplýsingar.