'
;

Neyðarástand í Suður-Súdan

Síðan í desember 2013 hafa hrottafengin átök í Suður-Súdan kostað þúsundir mannslífa og hrakið meira en milljón einstaklinga frá heimilum sínum.

Á meðan margir eru vegalausir innanlands, hafa hundruð þúsunda flúið til nágrannaríkja í örvæntingafullri leit að öryggi.

1,291,294

flóttafólk og hælisleitendur frá Suður-Súdan


Tölfræði(??)

Uppfært 23 desember 2016

Ástandið í Suður-Súdan og nærliggjandi löndum hefur á skömmum tíma orðið að alvarlegu neyðarástandi. Þótt við gerum allt sem við getum til að útvega aðstoð og skjól sem bjargar mannslífum með takmörkuðum aðföngum, er áætlað að fjöldi veglausra einstaklinga eigi eftir að vaxa allt þar til pólitísk lausn finnst.

”Ég þarf teppi. Það er kalt á nóttunni og ég vil ekki að börnin mín veikist.”

Rebecca Barnaba, 23, móðir í Doro-búðunum

Meginhluti flóttamannana eru konur og börn. Mörg þeirra hafa flúið einsömul yfir landamærin og eru oft veikburða og vannærð við komu. Þegar regntíminn hefst bætast flóð, matarskortur og sjúkdómar ofan á erfiðleika þeirra.

”Ef við getum ekki flogið á staðinn á regntímanum með nauðþurftir mun það deyja. Það er ekki flóknara en svo.”

Marie-Hélène Verney, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna

Eþíópía hýsir sem stendur flesta suðursúdanska flóttamenn, en þeir sem komið hafa nýlega hafa farið til nágrannahéraðanna Jonglei og Upper Nile. Margir þeirra óttast skyndiárásir eða búða við fæðuóöryggi. Til að aðstoða opnuðu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og yfirvöld Eþíópíu þrjár nýjar búðir árið 2014, en tvær þeirra eru þegar orðnar fullar.

Á meðan ofbeldið í Suður-Súdan heldur áfram að magnast þurfa þeir sem flýja vörn, skjól, heilsugæslu og aðra aðstoð. Með sameiginlegu átaki stofnana á svæðinu um viðbrögð við flóttamannavandanum höfum við óskað eftir 567 milljónum bandaríkjadala til að gera okkur og samstarfsaðilum okkar kleift að bregðast við þessari þörf og endurvekja von þeirra sem rifnir hafa verið upp með rótum.

Átök hafa orsakað að milljónir eru í þörf fyrir aðstoð