Starfsemi okkar

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) er í virkum samskiptum við stjórnvöld, staðaryfirvöld, borgaraleg samtök og fjölmiðla til þess að standa vörð um réttindi og vellíðan einstaklinga sem hafa neyðst á flótta.

Ásamt samstarfsaðilum og samfélögum vinnum við að því að tryggja öllum rétt sinn til að sækja um hæli og leita öruggs skjóls í öðru landi. Við leitumst einnig við að tryggja varanlegar lausnir við aðstæðum þeirra.

Við vinnum með og aðstoðum stjórnvöld og frjáls félagasamtök í framlagi þeirra til flóttamannaaðstoðar um heim allan og felst samvinnan í því að leita lausna fyrir fólk sem neyðst hefur til að flýja heimili sín. 

Á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum er hlutverk UNHCR ekki bein aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur. 

 

Helstu hlutverk UNHCR á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum m.a. eru:

  • Styðja við stjórnvöld í innleiðingu Evrópu- og alþjóðalaga í tengslum við hæli, vernd og einstaklinga án ríkisfangs. Í því felst að aðstoða aðila sem fara með hælismál í viðkomandi landi við að taka upp sanngjarna, skilvirka og vandaða málsmeðferð umsóknar um hæli, þ.m.t. barnvænt verklag. Starf okkar felst einnig í markvissum og gagnreyndum stuðningi, lögfræðilegum ábendingum, lögfræðiráðgjöf og þjálfun sérfræðinga og opinberra starfsmanna.
  • Sjá um að hælisleitendur hafi aðgang að löndum á svæðinu, geti sótt um vernd og að þeir haldi sínum réttindum, sem tekur mið af aldri þeirra, kyni og uppruna. 
  • Ráðleggja ríkisstjórnum, samstarfsaðilum og öðrum hagsmunaaðilum um leiðir til að hjálpa flóttafólki við að aðlagast löndum á svæðinu – og hvernig lönd geti stuðlað að fleiri öruggum leiðum fyrir flóttafólk til að fá vernd. Þessi starfsemi felur í sér að kynna mikilvæg tengslanet og deila góðum starfsvenjum.  
  • Hvetja ríkisstjórnir til að finna lausnir á þeim áskorunum sem ríkisfangslausar manneskjur standa frammi fyrir innan landamæra þeirra og takast á við mál sem gætu aðstoðað við að útrýma ríkisfangsleysi. 
  • Auka vitund um ástand flóttafólks á heimsvísu og aðstæður þeirra milljóna sem hafa neyðst til að flýja – og auka meðvitund og skilning á málefnum flóttamanna. Það felur í sér að fá fjölmiðla og almenning til liðs við okkur, til dæmis með því að bregðast við á réttum tíma og taka þátt í opinberum viðburðum þar sem málefni flóttafólks eru til umræðu.  
  • Útvega efnahagslegan og annarskonar stuðning fyrir starf UNHCR á heimsvísu frá fjölda áhrifavalda, eins og ríkisstjórnum, stofnunum, fyrirtækjum og almennum borgurum.

Lestu meira um starf okkar á mismunandi svæðum: 

Aðlögun

Áætlun um sjálfbæra þróun til ársins 2030

Endurbúseta

Fjölskyldusameining

Global Compact on Refugees & the Global Refugee Forum

Móttaka og hæli

Ríkisfangsleysi

Samfélag sem bakhjarl flóttafólks