Sendiherrar
Sendiherrar okkar eru meðal þekktustu andlita Flóttamannastofnunarinnar og meðal þeirra eru leikararnir Cate Blanchett, Ben Stiller og Kristin Davis, rithöfundurinn Khaled Hosseini og Ólympíufarinn Yusra Mardini. Þau hjálpa til við að vekja athygli á Flóttamannastofnuninni og málstað okkar um allan heim með áhrifum sínum, áhuga og mikilli vinnu.
Sjá lista yfir alla sendiherrana hér (á ensku).
Mikilsmetið stuðningsfólk
Flóttamannastofnunin nýtur einnig góðs af miklum fjölda mikilsmetins stuðningsfólks. Það styður starf stofnunarinnar með því að nýta áhrif sín og krafta til að safna fé og vekja athygli á málefnum flóttafólks, auk þess að gefa flóttafólki tækifæri til að tjá sig. Sjá heildarlista yfir mikilsmetið stuðningsfólk hér (á ensku).
Angelina Jolie, sérlegur sendifulltrúi
Eftir að hafa starfað fyrir Flóttamannastofnunina og sinnt málefnum flóttafólks í mörg ár var Angelina Jolie útnefnd sérlegur sendifulltrúi í apríl 2012.
Í hlutverki sínu einblínir Angelina Jolie á neyðarástand sem skapast við mikla fólksflutninga, veitir stuðning og kemur fram fyrir hönd Flóttamannastofnunarinnar og flóttamannafulltrúans í milliríkjasamskiptum. Hún vinnur einnig með aðilum sem taka ákvarðanir um málefni tengd fólksflutningum á heimsvísu.
Með starfi sínu hefur hún lagt sitt af mörkum við að finna lífsnauðsynlegar lausnir fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín. Lestu meira hér (á ensku).