Select a language for our global site:

Select a country site:
 

Global Compact on Refugees & Global Refugee Forum

Sögulegur samningur fyrir flóttafólk

Árið 2018 komst heimurinn að samkomulagi um nýja leið fram á við fyrir flóttafólk og gestgjafa þess. Samningurinn, sem þekktur er sem Alþjóðleg samþykkt um málefni flóttamanna, hefur að markmiði að efla alþjóðleg viðbrögð við nýju og yfirstandandi flóttamannaástandi og leitast við að tryggja að flóttafólk og fólkið sem tekur á móti því fái stuðninginn sem það þarf.

Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin hafa frá upphafi verið öflugir og virkir stuðningsaðilar Alþjóðlegrar samþykktar um málefni flóttamanna. Á fyrsta Alþjóðaþingi um flóttamannavandann árið 2019 tóku löndin á svæðinu á sig margvíslegar skuldbindingar, lögðu sitt af mörkum með aðgerðum, samstarfi og fjárhagslegum stuðningi og sýndu sterkan vilja til að ná markmiðum Alþjóðlegrar samþykktar um málefni flóttamanna.

Alþjóðleg samþykkt um málefni flóttamanna

Þann 17. desember 2018 staðfesti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna Alþjóðlega samþykkt um málefni flóttamanna eftir tveggja ára umfangsmiklar viðræður, sem UNHCR stýrði, við aðildarríki, alþjóðastofnanir, flóttafólk, borgaraleg samfélög, einkageirann og sérfræðinga.

Alþjóðleg samþykkt um málefni flóttamanna er rammi til að auka fyrirsjáanleika og réttlæti ábyrgðar, þar sem tilgreint er að sjálfbær lausn á flóttaaðstæðum finnist ekki án alþjóðlegrar samvinnu. Hún er áætlun fyrir stjórnvöld, alþjóðastofnanir og aðra hagsmunaaðila til að tryggja að móttökusamfélög fái þann stuðning sem þau þurfa og að flóttafólk fái tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Hún skapar einstakt tækifæri til að umbreyta því hvernig veröldin bregst við flóttaaðstæðum, sem gagnast bæði flóttafólki og þeim samfélögum sem taka á móti þeim.

Fjögur lykilmarkmið Alþjóðlegrar samþykktar um málefni flóttamanna eru:

  • Létta á þrýstingi á móttökulönd;
  • Efla sjálfstæði flóttafólks;
  • Auka aðgang að lausnum í samstarfi við þriðja land;
  • Styðja aðstæður í upprunalandi fyrir endurkomu með öryggi og reisn.

Alþjóðleg samþykkt um málefni flóttamanna spratt upp úr New York yfirlýsingunni fyrir flóttamenn og innflytjendur frá 2016, sem markaði tímamót og setti fram sýn um víðtækari og réttlátari viðbrögð við flóttamannavanda.

Alþjóðleg samþykkt um málefni flóttamanna spratt upp úr New York yfirlýsingunni fyrir flóttamenn og innflytjendur frá 2016, sem markaði tímamót og setti fram sýn um víðtækari og réttlátari viðbrögð við flóttamannavanda.

Frekari upplýsingar um Alþjóðlega samþykkt um málefni flóttamanna

Stafrænn vettvangur

Á stafrænum vettvangi um Alþjóðlega samþykkt um málefni flóttamanna getur þú fengið yfirlit yfir skuldbindingar, séð framganginn og skoðað góða starfshætti.

UNHCR í stuttu máli

Fáðu helstu upplýsingar um Alþjóðlega samþykkt um málefni flóttamanna í þessum spurningum og svörum frá UNHCR.

Bæklingur um Alþjóðlega samþykkt um málefni flóttamanna

Í þessum bæklingi getur þú lesið Alþjóðlega samþykkt um málefni flóttamanna í heild sinni.

Alþjóðaþing um flóttamannavandann

Í desember 2019 hittust ráðherrar ríkisstjórna, borgaraleg samtök, alþjóðlegar stofnanir, einkageirinn, fræðafólk, flóttafólk og fjöldi annarra hagsmunaaðila á hinu sögulega fyrsta Alþjóðaþingi um flóttamannavandann.

Markmið þessarar háttsettu samkomu var að efla aðgerðir og áþreifanlegar skuldbindingar til að styðja betri alþjóðleg viðbrögð við aðstæðum flóttafólks, auk þess að breyta markmiðum Alþjóðlegrar samþykktar um málefni flóttamanna í áþreifanlegar niðurstöður fyrir flóttafólk og móttökulönd. 

Niðurstaðan var meira en 1.400 skuldbindingar um samstöðu og þátttöku – fjárhagslegar, tæknilegar, pólitískar og skapandi skuldbindingar um ný samstarfsverkefni, framtaksverkefni og verklag. Alls komu 107 skuldbindingar frá ríkisstjórnum og öðrum hagsmunaaðilum á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum. 

Þrátt fyrir hindranir og áskoranir sem orðið hafa vegna kórónuveirufaraldursins hafa löndin þegar hafist handa við að uppfylla skuldbindingar sínar og í desember 2021 mun UNHCR halda fund með háttsettum aðilum til að taka stöðuna, skoða hvort eitthvað vanti og stuðla að frekari árangri.

Frekari upplýsingar má finna í skýrslunni „Niðurstöður Alþjóðaþings um flóttamannavandann 2019“.

Fréttir af Alþjóðlegri samþykkt um málefni flóttamanna og alþjóðaþingi um flóttamannavandann