'
;

Systurstofnanir SÞ

Við vinnum náið með systurstofnunum innan SÞ sem geta stutt eða aukið við starf okkar.

Neyðarástand sem skapast í mannúðarmálum verður sífellt flóknara og því hefur Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna aukið fjölda og fjölbreytni samstarfsstofnana sinna.

Þær mikilvægustu eru Matvælastofnun SÞ (WFP), Barnahjálp SÞ (UNICEF), Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), Þróunaráætlun SÞ (UNDP), Samhæfingarskrifstofa SÞ í mannúðarmálum (OCHA), Mannréttindastofnun SÞ (OHCHR) og sameiginleg áætlun SÞ gegn alnæmi (UNAIDS).

Flóttamannastofnunin leggur líka áherslu á að vinna náið með öðrum aðilum í gegnum verkefnið „Afhendum sem einn“, sem miðar að því að efla samvinnu áætlana SÞ á sviði þróunar, mannúðaraðstoðar og umhverfis. Auk þess höfum við tekið upp svokallaða „klasanálgun“ vegna neyðaraðstæðna vegalauss fólks innan eigin lands, þar sem ólíkir aðilar leiða starfið hver á sínu sérsviði í þeim tilgangi að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda. Flóttamannastofnunin leiðir á sviði verndar og skýla sem og í skipulagningu búða og stjórnunar.

Sameiginleg áætlun SÞ gegn alnæmi(??)

Sameiginleg áætlun SÞ gegn alnæmi  (UNAIDS) leiðir saman sérfræðinga og fjármagn frá 10 styrktaraðilum Sameinuðu þjóðanna, þar með talið flóttamannastofnun SÞ, til að styðja heiminn í baráttunni gegn nýjum HIV smitum, sinna þeim sem lifa með HIV og draga úr afleiðingum alnæmisfaraldursins.

Sameiginleg áætlun SÞ gegn alnæmi, sem starfar í meira en 80 löndum, hefur fimm meginmarkmið sem unnið er að með því að stofna til og styðja við víðtæk viðbrögð við HIV:

  • Fá leiðtoga til samstarfs og hvetja til árangursríkra viðbragða við faraldrinum.
  • Leggja til upplýsingar og leiðbeiningar til að bregðast við alnæmi um allan heim.
  • Finna, fylgjast með og meta faraldurinn.
  • Hvetja til þátttöku félagasamtaka og aðila þróunarsamvinnu.
  • Nýta fjármuni, mannauð og tækniþekkingu til að styðja við árangursrík viðbrögð.

Sameiginleg áætlun SÞ gegn alnæmi sér líka þörfina fyrir nána samvinnu fjármögnunaraðila í hverju landi, þar sem leiðtogar systurstofnana þeirra hvetja til þess að talað sé einni pólitískri röddu til að takast á við alnæmi.

Sameiginleg áætlun SÞ gegn alnæmi og Flóttamannastofnun SÞ hafa skuldbundið sig til nánara samstarfs sem byggir á gagnkvæmum stuðningi, að skiptast á hugmyndum, deila reynslu og þróa árangursríka samvinnu áfram. Þær hafa unnið saman að því að auka forvarnir gegn HIV, meðferð og stuðning við fólk sem neytt hefur verið á vergang. Þær vinna einnig saman, ásamt öðrum samstarfsaðilum, að því að þróa leiðbeiningar og aðferðir til að takast á við HIV þegar neyðarástand skapast í mannúðarmálum.

Samhæfingarskrifstofa SÞ í mannúðarmálum(??)

Samhæfingarskrifstofa SÞ í mannúðarmálum (OCHA), sem stofnuð var árið 1991 sem eining innan skrifstofu Sameinuðu þjóðanna, styður flutninga, fjármögnun og samhæfingu mannúðaraðgerða til að bregðast við flóknu neyðarástandi og náttúruhamförum.

Samhæfingarskrifstofu SÞ í mannúðarmálum er stýrt af samhæfingarstjóra neyðaraðstoðar (ERC), sem nú er Valerie Amos. Samhæfingarstjórinn hefur yfirumsjón með samhæfingu mannúðaraðstoðar SÞ í flóknu neyðarástandi og náttúruhamförum. Hann er líka miðpunktur hjálparaðgerða af hálfu alþjóðlegra aðila, stjórnvalda og frjálsra félagasamtaka.

Samvinna Flóttamannastofnunarinnar og Samhæfingarskrifstofa SÞ í mannúðarmálum nær allt aftur til upphafs tíunda áratugarins og er mjög víðtæk. Hún nær allt frá þátttöku í klasanálgun SÞ vegna neyðarástands vegalauss fólks í eigin landi til þróunar sameiginlegra aðferða við skipulagningu mannúðaraðstoðar.

Endurbætur á skipulagi SÞ undanfarna áratugi hafa getið af sér klasanálgunina, sem og nýjar aðferðir við fjármögnun mannúðarmála. Þessar stoðir endurbótanna hafa gert Flóttamannastofnuninni, Samhæfingarskrifstofunni og samstarfsaðilum þeirra kleift að þróa nánara samstarf við skipulagningu, bæði á vettvangi og á alþjóðavísu. Samt sem áður er það aðallega í gegnum Fastanefnd samhæfingar (IASC), kerfið sem er notað til að stýra samstarfi stofnana, sem Flóttamannastofnunin og Samhæfingarskrifstofan tengjast – og skapa með því og þróa afurðir sem aðilar að Fastanefnd samhæfingar nýta til leiðbeininga, svo sem við mat á þörf, skipulagningu upplýsinga, snemmviðvörun og viðbúnað, kynbundnar og mannúðaraðgerðir, og sameiginlega baráttu fyrir málsstaðnum.

Samhæfingarskrifstofan stýrir líka miðlægum neyðarviðbúnaðarsjóði (CERF) – sameiginlegum fjármögnunarsjóði sem mannúðarstofnanir SÞ nýta. Flóttamannastofnunin getur nýtt þennan sjóð til aðgerða sinna á landsvísu.

Mannréttindastofnun SÞ(??)

Mannréttindastofnun SÞ (OHCHR) er helsta stofnun SÞ sem hefur það hlutverk að vinna að og verja mannréttindi allra. Með þetta að markmiði leggur hún áherslu á þrjú meginsvið: að setja staðla, eftirlit og innleiðingu á vettvangi.

Yfirmaður skrifstofunnar í Genf er mannréttindafulltrúi SÞ sem nú er Navi Pillay frá Suður-Afríku. Mannréttindastofnunin gegnir líka hlutverki aðalskrifstofu þriggja þátta mannréttindakerfis SÞ: mannréttindaráðsins, um 40 sjálfstæðra mannréttindasérfræðinga SÞ og nefnda sem sjá um eftirlit með innleiðingu helstu mannréttindasáttmála.

Flóttamannastofnunin ber ábyrgð á að tryggja að mannréttindi séu hluti af öllu starfi hennar. Hún vinnur því náið með Mannréttindastofnuninni, bæði í Genf og á vettvangi, til að tryggja að fólk sem neyðst hefur til að flýja, er ríkisfangslaust og aðrir sem varða Flóttamannastofnunina, hafi fullan aðgang að mannréttindum sínum, óháð aðstæðum þeirra.

Flóttamannastofnunin lítur einkum til Mannréttindastofnunarinnar varðandi hvernig eigi að fella mannréttindi inn í allt starf í verki, þar á meðal hvernig standa skuli að verkefnum á sviði mannréttinda. Við hvetjum líka Mannréttindastofnunina til að vinna að því á skipulegan hátt að fá fólk sem okkur varðar til að sinna störfum, svo sem eftirliti og innleiðingu á vettvangi.

Flóttamannastofnunin skipuleggur líka stuðningsaðgerðir í samvinnu við Mannréttindastofnunina. Stundum er unnið að sameiginlegum stuðningsaðgerðum fyrir einstaklinga sem varða báðar stofnanir, sérstaklega í löndum þar sem mannréttindasamtök eru til staðar. Systurstofnanirnar halda sameiginleg námskeið fyrir opinbera starfsmenn, starfsmenn félagasamtaka og einstaklinga, sem og viðbótar eða sameiginleg inngrip í einstökum tilfellum.

Þróunaráætlun SÞ

Þróunaráætlun SÞ (UNDP) er alþjóðlegt þróunarsamvinnunet SÞ, stofnun sem vinnur að breytingum og tengir lönd við þekkingu, reynslu og fjármagn til að hjálpa fólki að byggja upp betra líf. Þróunaráætlunin er á vettvangi í 166 löndun og vinnur með þeim að þeirra eigin lausnum á alþjóðlegum og innlendum áskorunum í framþróun. Þegar lönd byggja upp innlenda færni nýta þau sér starfsmenn Þróunaráætlunarinnar og margvíslegra samstarfsaðila okkar.

Mannfjöldasjóður SÞ(??)

Mannfjöldasjóður SÞ var stofnaður 1969 og er stærsti alþjóðlegi sjóður á sviði mannfjöldaaðstoðar. Nær fjórðungur allrar fjárhagsaðstoðar til þróunarlanda fer í gegnum sjóðinn sem vinnur á þremur meginsviðum: frjósemisheilbrigði bæði karla og kvenna, þar á meðal gerð fjölskylduáætlana; mannfjölda og þróunar; og forvarna gegn kynsjúkdómum, eins og alnæmis.

Hann skrifaði undir samstarfsamning við Flóttamannastofnun SÞ þann 30. júní 1995 til að aðstoða við að koma til móts við frjósemisheilbrigðisþarfir flóttamanna; styðja við aðgerðir til að koma í veg fyrir og veita vörn gegn kynferðislegu ofbeldi; og innleiða upplýsingar um alnæmi og aðra kynsjúkdóma inn í heilbrigðisþjónustu Flóttamannastofnunarinnar.

Þessar tvær stofnanir vinna einnig saman í ráðgjöf til ungmenna um kynsjúkdóma og frjósemisheilbrigði.

Barnahjálp SÞ(??)

Barnahjálp SÞ (UNICEF) er alþjóðlegur leiðtogi á sviði baráttu fyrir réttindum barna. Hún var stofnuð árið 1946 til að útvega neyðaraðstoð, mat og heilbrigðisþjónustu fyrir börn í löndum sem höfðu verið lög í rúst í seinni heimsstyrjöldinni, en Barnahjálpin hefur aðstoðað milljónir varnarlausra barna og mæðra um allan heim.

Stofnunin, sem staðsett er í New York, fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1965 og vinnur í nær 200 löndum. Í dag veitir Barnahjálpin varnalausum börnum og mæðrum mannúðar- og þróunaraðstoð. Hún leggur áherslu á fimm meginsvið: velferð barna og þróun; grunnmenntun og kynjajafnrétti; barnavernd; börn með HIV og alnæmi; og stuðning við stefnumótun og samvinnu á sviði réttinda barna.

Milljónir þeirra sem eru á vergangi í heiminum eru börn, sem þýðir að Flóttamannastofnun SÞ og Barnahjálp SÞ eru augljósir samstarfsaðilar. Árið 1996 skrifuðu þær undir samkomulag sem liggur til grundvallar sambandi þeirra.

Systurstofnanirnar vinna saman um allan heim, bæði þar sem flóttamannaaðstæður hafa dregist á langinn sem og við neyðaraðstæður. Þær vinna að vernd, heilsuvernd og rétti til menntunar til handa veglausum börnum, þar á meðal flóttamönnum, þeirra sem eru veglausir í eigin landi og ríkisfangslausum.

Stofnanirnar tvær vinna sérstaklega náið varðandi vatn og hreinlæti, barnavernd og menntunarverkefni. Sem dæmi um hið síðastnefnda er sameiginlegt kall árið 2007 eftir fjármagni til að tryggja að tugir þúsunda flóttabarna frá Írak í Sýrlandi, Jórdaníu, Egyptalandi og Líbanon gætu farið í skóla.

Matvælastofnun SÞ(??)

Matvælastofnun SÞ (WFP) er í framvarðasveit stofnana SÞ sem berjast gegn hungri og ber ábyrgð á matardreifingu til milljóna þurfandi fólks, þar á meðal flóttamanna, fólks á vergangi í eigin landi og sem hefur snúið aftur. Við neyðaraðstæður flytur hún matvæli þangað sem þeirra er þörf og bjargar með því lífi fórnarlamba stríðs, átaka og náttúruhamfara.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin(??)

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) er sú stofnun sem stjórnar og samhæfir starf SÞ á sviði alþjóðaheilbrigðis. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur það hlutverk að koma í veg fyrir og útrýma faröldrum og að bæta aðstæður fólks um allan heim á sviði næringar, hreinlætis, hollustu og umhverfis. Hún útvegar líka neyðarlæknisaðstoð að beiðni stjórnvalda sem og þjónustu og aðstoð til hópa með sérþarfir.

Sjálfboðaliðar SÞ(??)

Sjálfboðaliðaverkefni SÞ (UNV) hvetur til sjálfboðinnar vinnu til að styðja við frið og þróun um allan heim. Verkefnið er knúið áfram af þeirri trú að sjálfboðavinna geti umbreytt hraða og eðli þróunar og þeirri hugmynd að allir geti gefið tíma sinn og orku til að stuðla að friði og þróun. Með samstarfsaðilum á borð við Flóttamannastofnunina hvetja sjálfboðaliðar SÞ til sjálfboðavinnu, samþætta hana þróunarvinnu og útvega sjálfboðaliða.

Verkefnið var stofnað 1970, er staðsett í Bonn í Þýskalandi og stjórnað af Þróunaráætlun SÞ. Á hverju ári virkjar það meira en 7.500 sjálfboðaliða fyrir þróunarverkefni og rekur sérstaka þjónustu við að tengja þróunarsamtök með sjálfboðaliða um allan heim í gegnum netið. Sjálfboðaliðarnir eru fagmenn á sínu sviði og með að lágmarki tveggja ára starfsreynslu. Þeir vinna í yfir 130 löndum og 80% þeirra koma frá þróunarlöndum.

Árlega vinna nú um 1.000 sjálfboðaliðar SÞ með Flóttamannastofnun SÞ. Sjálfboðaliðar hafa tekið þátt í fjölda aðgerða Flóttamannastofnunarinnar, þar á meðal í Afganistan, á Balkanskaga, í Kólumbíu, Ekvador, Írak, Pakistan, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi, Sri Lanka og Tímor-Leste.

Í desember árið 2000, á 50. ártíð Flóttamannastofnunarinnar, veitti fyrrum flóttamannafulltrúi SÞ, Sadako Ogata, sjálfboðaliðum SÞ hin virtu Nansen flóttamannaverðlaunin í viðurkenningarskyni fyrir störf þeirra í þágu flóttamanna.

Árið 2011 fögnuðu sjálfboðaliðar SÞ 10. ártíð alþjóðaárs sjálfboðaliða með því að endurvekja og styðja anda sjálfboðavinnu. Sjálfboðaliðar SÞ nýttu árið líka til að undirstrika mikilvægi þess hlutverks sem sjálfboðaliðar hafa og þess sem þeir leggja af mörkum til að Flóttamannastofnunin nái markmiðum sínum.

Nánari upplýsingar um tækifæri til að gerast alþjóðlegur sjálfboðaliði SÞ í öðrum löndum en þínu eigin er að finna á skráning sem SÞ sjálfboðaliði. Frekari upplýsingar um sjálfboðavinnu á netinu og um Sjálfboðaliðaþjónustu SÞ er að finna á netsíðu Sjálfboðaþjónustunnar.