'
;

Samstarf

Flóttamannahjálpin vinnur með stjórnvöldum, óháðum samtökum, stofnunum, háskólum, dómskerfum og einkafyrirtækjum að því að vernda og aðstoða flóttafólk og finna varanlegar lausnir.

Í byrjun tíunda áratugarins kom Flóttamannahjálpin af stað átakinu Samstarf um aðgerðir (PARin AC) til þess að bæta og halda utan um samstarf á milli stofnana og samstarfsaðila. Samskonar átaki, en smærra í sniðum, var ýtt úr vör árið 2012, þ.e. skipulegum samræðum flóttamannafulltrúa, Rauða Krossins og óháðra félagasamtaka. Flóttamannahjálpin og samstarfsaðilar (þ.m.t. InterAction og Alþjóðleg samtök sjálfboðaliða (ICVA)) endurskoðuðu samstarfið og ráðlögðu um eflingu þess.

Flóttamannahjálpin hefur staðið frammi fyrir mörgum, flóknum og ögrandi verkefnum undanfarin ár og hefur því lagt áherslu á að styrkja tengslin við stofnanir Sameinuðu þjóðanna og óháð félagasamtök, bæði á alþjóðlegum grundvelli sem innan einstakra landa og leitast við að hámarka gagnvirkni og sjálfbærni í aðstoð við flóttafólk og aðra sem málið varðar. Um þessar mundir vinnur Flóttamannahjálpin með yfir 900 samstarfsaðilum til þess að tryggja réttindi og þarfir fólks. Flóttamannahjálpin setur í forgang gott samband við samstarfsaðila sína og sækist eftir því að styrkja samstarfið enn frekar, innan landa sem utan þeirra. Meginmarkmið samstarfsins er að tryggja afkomu þeirra sem málið varða með því að auka áhrifamátt úrræða, sameina þau og vinna saman af virðingu á gegnsæjan hátt sem kemur öllum aðilum til góða. Samstarfið styrkir hlutverk Flóttamannahjálparinnar á alþjóðavettvangi þar sem gagnkvæmur skilningur og traust bandalög leiða til þess að flóttafólk, nauðungarfluttir og ríkisfangslausir einstaklingar njóta forgangs.