Aðlögun flóttamanna er marglaga ferli sem krefst mikils af öllum sem í hlut eiga, þar með talið vilja af hálfu flóttamanna til að laga sig að nýju samfélagi án þess að varpa fyrir róða eigin menningu, sem og vilja samfélagsins til að bjóða flóttamenn velkomna og koma til móts við þarfir fjölbreytilegra íbúa.

Í samningnum frá 1951 og bókuninni frá 1967 er lögð mikil áhersla á aðlögun flóttamanna. Í samningnum frá 1951 eru talin upp félagsleg og efnahagsleg réttindi sem eigi að stuðla að aðlögun og í 34. grein hans er ákall til aðildarríkja hans um að stuðla að því að flóttamenn geti „samanlagast aðstæðum í landinu og öðlast þar þegnrétt“.