Nýleg skýrsla UNHCR, Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sýnir samdrátt í fjölda flóttamanna og farandfólks til Evrópu á fyrri helmingi ársins 2017.
Nýleg skýrsla UNHCR, Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sýnir samdrátt í fjölda flóttamanna og farandfólks til Evrópu á fyrri helmingi ársins 2017. En sökum skorts á löglegum úrræðum koma enn margir á vegum miskunnarlausa smygl- og mansalshringja og eiga þar með á hættu að verða fyrir alvarlegri misnotkun, missa lífið, eða hvort tveggja.
Í skýrslunni segir að á fyrri helmingi þessa árs hafi dregið verulega úr heildarfjölda þeirra sem fóru yfir Miðjarðarhafið, samanborið við sama tímabil árið 2016, einkum vegna 94% fækkunar fólks sem kemur sjóleiðina frá Tyrklandi til Grikklands. Á sama tíma er fjöldi þeirra sem kemur frá Norður-Afríku til Ítalíu svipaður og á síðasta ári (83.752 manns í lok júní og dregið hefur úr fjöldanum síðan þá).
En þrátt fyrir að færri komi er líkurnar á að deyja á leiðinni til Evrópu enn skelfilega miklar. Í skýrslunni segir að áætlað sé að 2.253 manns hafi látist eða horfið á hafi úti og minnst 40 dáið á landi, á eða í nágrenni við evrópsk landamæri. En þar sem flestir ferðast með leynd er erfitt að fá slíkar upplýsingar staðfestar og talið er að fjöldinn sé vanmentinn. Ofbeldi og misnotkun á leiðinni er algengt, þá sérstaklega í Líbíu.
“Að grípa til aðgerða til að draga úr fjölda flóttamanna og farandfólks sem kemur til Evrópu, án þess að vinna á sama tíma að friði, þróun og öruggum leiðum, er siðferðilega óásættanlegt,” sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi SÞ. “Við getum ekki litið fram hjá misnotkun sem greinilega á sér stað einfaldlega vegna þess að hún gerast þar sem við sáum ekki til.”
Í skýrslunni segir að margt af því farandfólki og flóttamönnum sem komið hafa til Ítalíu frá Líbíu, hafi lifað af hættulega ferð yfir eyðimerkur og misnotkun, svo sem kynferðislegt ofbeldi, pyntingar og mannrán. Líkurnar á að deyja á hafi á leið til Ítalíu er 1 á móti 39.
Og þótt margir sem takast þessa ferð á hendur séu í leit að betra lífi þá eru þúsundir annarra að flýja ofbeldi eða ofsóknir í heimalandi sínu. Um 11.400 þeirra sem komu til Ítalíu á fyrri helmingi ársins voru börn án fylgdar eða sem höfðu orðið viðskila við fjölskyldur sínar. Margir þeirra sem komu, þar á meðal börn, voru fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis eða mansals. Alls uppfylltu yfir 40 prósent umsækjenda um alþjóðlega vernd á Ítalíu, frá janúar til júní, skilyrði um einhverskonar vernd.
Skýrsla UNHCR sýnir einnig fjölgun þeirra sem koma til Spánar, en 9.500 manns komu til landsins frá byrjun janúar, aðallega á sjó, samanborið við 4.936 sem komu á fyrstu sex mánuðum ársins 2016.
Fólk hélt áfram að fara landleiðina um Evrópu á fyrri helmingi ársins 2017, þótt dregið hafi mjög úr miðað við sama tímabil í fyrra. Fólk sem fór án tilskilinna pappíra frá Grikklandi og Búlgaríu tilkynnti misnotkun af hálfu smyglara, auk þess að hafa vera barið og lögregluhundum sigað á það. Að auki voru tilkynningar um rán og að smyglarar rændu fólki til að selja í nauðung.
Á meðan á gerð skýrslunnar stóð fengu UNHCR og samstarfsaðilar áfram fregnir um að fólki væri ýtt í burtu af yfirvöldum, meðal annars í Búlgaríu, Króatíu, Grikklandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Serbíu, Spáni og Makedóníu. Einnig bárust tilkynningar um að fólki væri neitað um að sækja um alþjóðlega vernd og í sumum tilfellum, ásakanir um ofbeldi. Þó sum ríki hafi stigið skref til að takast á við slíka hluti, til dæmis með því að rannsaka ásakanir um mannréttindabrot á landamærum, bendir skýrslan á að frekari aðgerðir séu nauðsynlegar.
Skýrslan bendir á að nauðsynlegt sé að endurnýja skuldbindingu til að tryggja vernd og lausnir, svo sem fyrir þá sem eru á ferðinni áður en þeir ná til Líbýu, og áþreifanleg skref til að takast á við smygl og mansal. Þessar aðgerðir verða að vera samhliða fleiri öruggum og löglegum leiðum, þar á meðal að fjölga endurbúsetu og auðvelda fjölskyldusameiningu. Þetta er lykilatriði ef við viljum vernda flóttamenn og farandfólk fyrir glæpasamtökum, draga úr þörf fólks fyrir smyglara og draga úr frekari misnotkun og dauðsföllum.
*Skýrslan er fáanleg hér: https://goo.gl/94gSo8
Deila á Facebook Deila á Twitter