Milljónir Íraka hafa neyðst til að flýja heimili sín eftir áratuga átök og ofbeldi.

Skelfingu lostnir flýja margir án nokkurs nema fatanna sem þeir eru í. Nú þegar takmörkuðu fjármagni þeirra hefur verið eytt í mat og aðrar nauðþurftir, eru þeir í sárri þörf fyrir neyðaraðstoð.

3,1 milljónir

Neydd til þess að flýja


1,2 milljónir

Flóttamenn í eigin landi


Nýjustu upplýsingar

Uppfært Nóvember 2016

”Við höfðum ekki val um annað en að flýja því börin okkar voru ekki örugg. Við skildum allt eftir – fötin okkar, húsgögnin, jafnvel matinn.”

Nafa Jihad, 40, faðir

Meira en 3 milljónir Íraka hafa orðið veglausir í eigin landi síðan í ársbyrjun 2014 og nærri 220.000 eru flóttamenn í öðrum löndum. Fjöldaaftökur, skipulagðar nauðganir og hryllileg ofbeldisverk eru útbreidd, og stöðugt er grafið undan mannréttindum sem og lögum og rétti. Í árslok 2016 er áætlað að 11 milljónir Íraka þurfi á mannúðaraðstoð að halda.

Allt að 1,8 milljónir Íraka og Sýrlendinga hafa leitað hælis í kúrdahérðuðum Íraks og áætlað er að 20 prósent íbúanna séu veglausir. Samfélög, yfirvöld og innviðir eru við það að bresta.

Hvernig hjálpar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna?

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna er á vettvangi í Írak og á nágrannasvæðum þess og býður fram skjól og hjálp sem bjargar mannslífum svo sem tjöld, dýnur og aðrar nauðþurftir. En eftir því sem ástandið versnar minnka byrgðir okkar.

Við þurfum stuðning þinn.