Þó að þau hafi flúið af svipuðum ástæðum, dvelja þau áfram í sínu eigin landi og eru áfram undir vernd ríkisstjórnarinnar, jafnvel þó sú stjórnvöld séu ástæðan fyrir vergangi þeirra. Þess vegna búa þessir flóttamenn við viðkvæmustu aðstæður í heiminum.
Þó aó upprunalegar umboðsheimildir Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna eigi ekki sérstaklega við um þá sem eru á vergangi í eigin landi, höfum við nýtt þekkingu okkar til að vernda og aðstoða þá í mörg ár.
Í lok ársins 2014 voru 38 milljónir manna á vergangi í eigin landi vegna ofbeldis. Rúmlega 11 milljónir þeirra voru nýlegir flóttamenn árið 2014 – sem jafngildir 30.000 manns á dag, samkvæmt Vöktunarmiðstöð norsku Flóttamannastofnunarinnar, sem er staðsett í Genf (IDMC).
Flóttamannastofnun SÞ aðstoðaði um 26 milljónir manna á vergangi árið 2014. Í skýrslu Global Overview fyrir Flóttamannastofnunina árið 2015 var skýrt frá því að meirihluti aukningar á nýjum flóttamönnum á vergangi á því ári hafi verið vegna langvarandi kreppu í Lýðveldinu Kongó, Írak, Nígeríu, Suður-Súdan og Sýrlandi. Þessi fimm lönd til samans voru ábyrg fyrir 60% aukningu flóttamanna um allan heim.
Íbúar í Írak þjáðust mest af þessari aukningu, með a.m.k. 2,2 milljónir flóttamanna árið 2014, en a.m.k. 40% íbúa Sýrlands, eða 7,6 milljónir manna, hafa verið á vergangi – stærsti hópur flóttamanna í heiminum. Í fyrsta skipti kiyfir áfir i hefur Evrópa einnig fundig mikið fyrir þessum fólksflutningum, vegna stríðs í Austur-Úkraínu, þar sem fleiri en 640.000 manns flúðu heimili sín.