Saga Flóttamannastofnunar SÞ

Árið 1954 vann Flóttamannastofnun SÞ Nóbelsverðlaun fyrir byltingarkennt starf sitt í Evrópu. En það leið ekki á löngu fyrr en við horfðumst í augu við okkar næsta stóra neyðarástand.

Í ungversku byltingunni árið 1956 flúðu 200.000 manns til nágrannalandsins Austurríkis. Ungverjar voru skilyrðislaust taldir flóttamenn og reyndi Flóttamannastofnun SÞ að finna þeim nýjan dvalarstað. Þessi bylting og eftirköst hennar sköpuðu þáttaskil í starfi mannúðarsamtaka og viðbrögðum við flóttamannakreppum í framtíðinni.

Við afnám nýlendustefnunnar í Afríku á sjöunda áratugnum hófst fyrsta af fjölmörgum flóttamannakreppum. Við hjálpuðum einnig landflótta fólki í Asíu og Rómönsku Ameríku næstu tvo áratugina. Við fengum aftur Nóbelsverðlaun árið 1981 fyrir alþjóðlega aðstoð við flóttamenn.

Flóttamannastofnun SÞ hefur við upphaf 21stu aldarinnar aðstoðað við fjölmörg flóttamannavandmál í Afríku, Mið-Austurlöndum og í Asíu. Við höfum einnig verið beðin um að nýta þekkingu okkar til að hjálpa þeim sem eru á flótta innanlands vegna átaka og við höfum stækkað verksvið okkar við aðstoð gagnvart ríkisfangslausu fólki. Í sumum heimshlutum, svo sem Afríku og Suður-Ameríku hefur flóttamannasamningurinn frá 1951 verið styrktur með auka svæðisbundnum, lagalegum gerðum.

Flóttamannastofnun SÞ er með 9700 starfsmenn á sínum vegum. Við erum í samtals 126 löndum og fjárhagsáætlun okkar, sem var á 300.000 dollarar á fyrsta ári fór upp í 7 billjón dollara árið 2015. Við héldum upp á 65 ára afmæli okkar árið 2015. Á þessum starfstíma höfum við aðstoðað yfir 50 milljón flóttamenn í að endurheimta líf sitt með góðum árangri.