Ríkisstjórnir og samstarfsaðilar

Til að geta sinnt nægilega vel því mikilvæga hlutverki okkar að vernda milljónir manna um heim allan þarf stofnunin að vinna með mörgum mismunandi styrktaraðilum og samstarfsaðilum.

 

Samstarfið nær frá ríkisstjórnum til frjálsra félagasamtaka, einkageirans, hins borgaralega samfélags og samtaka flóttamanna.

Við öflum fjár í gegnum ríkisstjórnir, sjóði og einstaka stuðningsaðila þannig að hægt sé að hjálpa flóttamönnum tafarlaust með  því að útvega mat, skjól og aðrar nauðsynjar sem dreift er af framkvæmdaaðilum sem við erum í samstarfi við. Lausnir til lengri tíma byggja einnig á þátttöku hins almenna samfélags og flóttafólksins sjálfs.

Þó vernd flóttamanna sé beinlínis í okkar umsjón er aðalmarkmið okkar að veita rekstrarstuðning og samhæfa vítt svið opinberra aðila og einkaaðila sem vinna í þágu flóttafólks.

Á vettvangi er kjarnastarfsemi Flóttamannastofnunarinnar stýrt af fjölda svæðis-, útibús-, undir- og vettvangsskrifstofa. Umboðsmenn flóttamannafulltrúans stýra starfsemi í þeim löndum þar sem stofnunin hefur rekstur, þó einnig sé um að ræða nokkurn fjölda svæðisbundinna fulltrúa.