Þetta gerum við

Flóttamannastofnun SÞ vinnur að vernd og aðstoð við flóttamenn alls staðar. Styðjið okkur með framlagi núna

Við gerum okkar besta til að tryggja að allir hafi rétt til að leita hælis og finna öruggt skjól í öðru ríki, með möguleikann á að snúa að lokum aftur heim, setjast að eða flytjast annað.

Þegar fólk hrekst að heiman veitum við lífsnauðsynlega neyðaraðstoð með hreinu vatni, hreinlætisvörum og heilsugæslu, auk þess sem við veitum skjól, dreifum teppum, munum til heimilisnota og stundum mat. Við skipuleggjum einnig flutning og hjálparpakka fyrir fólk sem snýr aftur heim og tekjumyndandi verkefni fyrir þá sem setjast að annars staðar.

Aðstoð okkar bætir lífsgæði flóttamanna.