Lim langar að verða læknir

Lim flúði átök og ofbeldi í Suður-Súdan, einn síns liðs

Lim Bol, 21: „Það er reginmunur á því að lifa sem flóttamaður og því að lifa sem þegn í eigin landi. Heima fyrir vann ég sem efnafræðikennari í barnaskóla. Þjónusta við aðra er nokkuð sem heillar mig, því með því að starfa í þágu annarra stuðlar maður að vexti samfélagsins.

Þegar ég kom í flóttamannabúðirnar þurfti ég þó að sitja auðum höndum í þrjá mánuði og hafði ekkert starf. Þegar grunnskóla var komið á fót í búðunum var staða kennara auglýst. Ég sótti um og var ráðinn sem kennari, en nú er ég orðinn aðstoðarskólastjóri. Þetta er krefjandi vinna, en gefandi. Ég hef fengið annað tækifæri til að vinna í þágu annarra.“

Ethiopia. Teacher Lim Bol from South Sudan wants to become a medical doctor.

Ethiopia. Teacher Lim Bol from South Sudan wants to become a medical doctor.

Ethiopia. Teacher Lim Bol from South Sudan wants to become a medical doctor.

Ethiopia. Teacher Lim Bol from South Sudan wants to become a medical doctor.

Ethiopia. Teacher Lim Bol from South Sudan wants to become a medical doctor.

„Áður en stríðið hófst ætlaði ég að læra læknisfræði, því mér fannst heillandi að sjá lækna að störfum. Ég geri mér enn vonir um að sá draumur rætist, en fyrst þarf ég að ljúka grunnnáminu og sem stendur hef ég enga möguleika á því. Í rauninni er verið að myrða framtíð okkar.“

Lim er frá Suður-Súdan, þar sem 670.000 manns hafa hrakist á flótta til nágrannalandanna eftir að stríðsátök brutust úr árið 2013. 1,7 milljónir manna til viðbótar hafa misst heimili sín og farið á vergang í sínu heimalandi. Báðir foreldrar hans eru dánir og bróðir hans neitar að yfirgefa heimaland sitt og flýja með honum til Eþíópíu.

Hann er einn í flóttamannabúðum í Gambella og þótt grunnþörfum hans sé mætt þar segir hann að þessi truflun á skólagöngu hans sé það sem angrar hann mest. Á meðan hann bíður þess að geta lokið skólagöngunni starfar hann sem kennari og aðstoðarskólastjóri við einn nokkurra grunnskóla búðanna, sem er yfirfullur eins og allir hinir.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna aðstoðar eþíópísk stjórnvöld við að tryggja grunnmenntun barna en vegna skorts á fjármagni er aðeins er hægt að veita framhaldsnám í eitt ár, í stað þeirra fjögurra sem krafist er. „Þetta hefur mjög slæmar afleiðingar fyrir okkur,“ segir Lim. „Mig langar að snúa aftur til föðurlands míns sem menntaður maður, þú veist, manneskja sem hefur getu til að starfa í þágu annarra.“

Sýndu þína samstöðu með flóttamönnum #WithRefugees Skrifaðu undir áskorunina – Skrifaðu undir í dag


Fylgjast með – Fylgdu okkur á:

Right Petition Text – IS

Sýndu þína samstöðu með flóttamönnum #WithRefugees

Skrifaðu undir áskorunina

Skrifaðu undir í dag

Pin It on Pinterest

X