”Ég missti allt. Heimilið mitt, holdið og sjálfsmyndina. Börnin mín sofa á gólfinu.”
Zainaba, ekkja með fjögur börn, landflótta í Bangui
Í desember 2013 neyddust hundruðir þúsunda einstaklinga til að flýja heimili sín þegar ofbeldið breiddist út í Mið-Afríkulýðveldinu. Hermenn myrtu almenna borgara á hryllilegan hátt, rændu heimili þeirra og brenndu þorpin. Síðan þá hafa nærri 468.000 miðafrískir flóttamenn fengið skjól í Kamerún, Chad, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Lýðveldinu Kongó, og þrátt fyrir friðsamlegar kosningar í febrúar 2016 eru enn 415.000 einstaklingar vegalausir í eigin landi innan Mið-Afríkulýðveldisins.
Það sem litið hefur verið á sem hægfara þróun í átt að friði og stöðugleika varð aftur að öngþveiti um miðjan júní 2016, þegar átök milli fyrrum stuðningsmanna Seleka og uppreisnarhers andstæðinga Balaka hörðnuðu á ný í norð-vestur hluta Mið-Afríkulýðveldisins. Þau ógnuðu allt að 30.000 manns innanlands og ollu því að nærri 6.000 konur, börn og aldraðir flúðu til nágrannaríkjanna í suðurhluta Chad og Kamerún.
Þúsundir gengu vikum saman og földu sig í skóginum í örvæntingafullri tilraun til að sleppa, stundum án matar og drykkjar. Þeir sem komust í flóttamannabúðir voru mjög illa á sig komnir andlega vegna þess ofbeldis sem þeir höfðu orðið vitni að og við höfum séð mjög alvarlegar tölur um vannæringu.
Þetta er það neyðarástand í heiminum sem einna verst hefur gengið að fá fjármagn fyrir, margt fólk skortir jafnvel allra helstu grunnnauðsynjar. Matur, heilbrigðisþjónusta, skjól og vatn og hreinlætisvörur er það sem mestu skiptir að útvega öllum þeim flóttamönnum sem búa utan formlegra flóttamannabúða, sem og samfélögunum sem hýsa þá.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur endurnýjað óskir um að gjafalönd auki stuðning sinn við verkefni í Mið-Afríkulýðveldinu og nágrannalöndum þess.