'
;

Adra möguleika en að Búðum

Aðrir mögulegir kostir eru margvíslegir og undir áhrifum af menningu, löggjöf og stefnu ríkja.  Flóttafólk gæti búið á landi eða í húsnæði sem það leigir, á eða hefur umráð yfir.  Þesskonar kostir gefa flóttafólki færi á að njóta réttinda og frelsis, taka mikilvægar ákvarðanir um málefni sem snertir líf þess, leggja sitt af mörkum til samfélagsins og lifa heiðvirðu, sjálfstæðu lífi.

Ef enginn annar kostur er fyrir hendi en búðir, ætti flóttafólk að mynda tengsl við móttökusamfélög og fá aðgengi að innri efnahag, innviðum og þjónustukerfum.  Það ætti að tryggja að fólk þurfi aðeins grundvallarstuðning.

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna viðurkennir að ef flóttafólki er gert kleift að búa í samfélagi í friði og með rétti, í sveit eða í borg, efli það getu þess til að taka ábyrgð á lífi sínu og umhverfi.  Flóttamenn búa yfir kunnáttu og kostum sem komið geta samfélögum sem hýsa þá til góða.  Þeir búa einnig yfir seiglu, sveigjanleika og aðlögunarfærni.  Flóttafólk sem varðveitir sjálfstæði sitt, notar kunnáttu sína og þróar með sér sjálfbæra lifnaðarhætti á meðan nauðungarflutningum stendur yfir, láta ekki bugast og takast betur á við framtíðarvandamál.