'
;

Réttarregla og bráðabirgðaréttindi

Virðing fyrir réttarríkinu og mannréttindum eru meginkjarninn í verndun flóttafólks, einstaklinga sem snúa aftur til síns heima og ríkisfangslausra einstaklinga. Þess vegna felst starf Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í því að aðstoða við eflingu lagalegra innviða sem greiða fyrir réttarríkinu, í þágu þeirra einstaklinga sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lætur sig varða.

Hlutverk Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna er að veita flóttafólki alþjóðlega vernd og greiða fyrir aðgangi að alþjóðlegum gögnum í málefnum flóttafólks og öðrum viðeigandi gögnum á sviði mannréttinda. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna veitir lagatæknilegan stuðning til stofnana á sviðum löggjafar og stjórnsýslu auk dómstóla, þ.m.t. aðstoð við endurskoðun lagafrumvarpa. Stofnunin býður einnig upp á þjálfun embættismanna og stuðlar að því að fjallað sé um málefni flóttafólks og mannréttindi á námskeiðum fyrir lögreglu, yfirvöld innflytjendamála og starfsfólk dómsstóla.

Þegar fólk snýr sjálfviljugt heim, er mikilvægt að efla og standa vörð um mannréttindi, einnig gegnum stofnanir sem styðja réttarríkið, sem eru lykilaðilar í endurreisn ríkisvaldsins eftir átök og sem skapa aðstæður sem gera heimkomuna auðveldari. Frá sjónarhóli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna skiptir meginmáli fyrir fólk sem snýr sjálfviljugt til heimkynna sinna, að þeirra bíði aðstæður sem bera vott um líkamlegt, lagalegt og efnislegt öryggi þannig að þjóðaröryggi skapist á ný. Í upprunalöndunum er oft þörf á því að endurvekja og/eða gera umbætur á dómskerfinu – einnig hefðbundnum lagastofnunum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir lagalegar og stjórnsýslulegar hindranir fyrir heimkomu og vinnur að afnámi þeirra. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna á náið samstarf við aðrar stofnanir um sérfræðiráðgjöf og tæknilega aðstoð sem veitt er við löggjafarstarf sem varðar ríkisfang, eignir, skjalfestingu og heimkomu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna á jafnframt þátt í að auka afkastagetu dómsstóla, þar á meðal með því að veita tæknilega og efnislega aðstoð, en einnig með færanlegum dómstólum í þeim tilvikum þar sem staðbundin úrræði á afskekktum stöðum duga ekki til.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna styður við sjálfbæra heimför með því að taka þátt í þróun aðferða til að stuðla að trausti og friðsamlegri sambúð. Sættir eru innra ferli milli og innan samfélaga og krefjast sýnar til lengri tíma, en oft í byrjun þegar þjóð er að ná sér eftir átök, er réttmætt að veita henni alþjóðlegan stuðning til að taka fyrstu skrefin.

Á sama tíma tekur Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna virkan þátt í að styðja við réttaruppgjör. Víða er talið mikilvægt að fólk sé sótt til saka fyrir gróf brot á mannréttindum og mannúðarrétti með það fyrir augum að leysa átök og brúa bilið á milli tvístraðra hópa. Flóttafólki, sem hefur orðið fyrir mannréttindabrotum, er annt um að þetta sé gert og telur að það muni auðvelda því að aðlagast heimkynnum sínum að nýju.

Rétt eins og ríkisfang og þau réttindi sem í því felast eru forsenda stöðugleika í lífi fólks, er ríkisfangsleysi orsök mannlegs óöryggis, nauðungarflutninga og alvarlegra átaka sem geta ógnað stöðugleika í löndum og heimshlutum. Skýr löggjöf um þjóðernismál og stjórnsýsluhættir eru því í samræmi við alþjóðlega viðurkennda mannréttindastaðla og nauðsynlegir þættir í réttarríki. Ef leyst er úr aðstæðum fólks án ríkisfangs má komast fyrir rætur átaka og treysta sættir á átakasvæðum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur verið falið að greiða úr bágum aðstæðum einstaklinga án ríkisfangs og beita sér fyrir því að dregið verði úr umfangi ríkisfangsleysis. Stofnunin veitir tæknilega ráðgjöf þar að lútandi og aðstoðar ríkisstjórnir við að fullgilda samninginn um stöðu fólks án ríkisfangs frá 1954 og samninginn um að draga úr ríkisfangsleysi frá 1961. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna veitir ríkisstjórnum ráðgjöf um hvernig skapa má skilvirkan lagaramma til að koma í veg fyrir ríkisfangsleysi, draga úr umfangi þess og standa vörð um réttindi einstaklinga án ríkisfangs. Þar að auki veitir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í auknum mæli ríkjum aðstoð til að leysa úr aðstæðum vegna ríkisfangsleysis sem eru langvarandi eða hafa dregist á langinn.