'
;

Aðlögun að samfélaginu

Milljónir flóttamanna um allan heim búa árum saman án vonar um að geta snúið aftur heim. Sumir geta það ekki því lönd þeirra eru sokkin í endalaus átök eða vegna ótta við ofsóknir ef þeir snúa aftur.

Þegar ekki er mögulegt að snúa aftur til heimalands getur það að finna sér heimili í hælislandi og aðlagast samfélaginu þar verið besta langtímalausnin á vanda þeirra og tækifæri til að byggja upp nýtt líf.

Aðlögun að samfélaginu er flókið og hægfara ferli með lagalegum, efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum hliðum. Það gerir miklar kröfur bæði til einstaklingsins og samfélagsins sem tekur á móti honum. Í mörgum tilfellum er það að öðlast ríkisborgararétt í hælislandi hápunktur þess ferlis. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að á síðasta áratug hafi 1,1 milljón flóttamanna um allan heim öðlast ríkisborgararétt í hælislandi sínu.