Reglur og öryggi

Þegar þú notar YouTube ertu hluti af samfélagi fólks alls staðar að úr heiminum. Öll skemmtileg, ný atriði á YouTube eru sett fram í anda trausts. Milljónir notenda virða það traust og við treystum þér líka til að sýna ábyrgð. Með því að fylgja þessum leiðbeiningum geturðu hjálpað til að halda YouTube skemmtilegu og öruggu fyrir alla.

Þér líkar ef til vill ekki við allt sem þú sérð á YouTube. Ef þú telur efni vera óviðeigandi geturðu notað tilkynningarhnappinn og sent tilkynningu sem starfsfólk YouTube mun yfirfara. Starfsfólk okkar fer vandlega yfir tilkynnt efni allan sólarhringinn, alla daga vikunnar og gáir hvort að það brýtur gegn reglum netsamfélagsins.

Hér eru nokkrar einfaldar reglur sem hjálpa þér að forðast vandræði. Vinsamlega taktu reglurnar alvarlega og leggðu þær á minnið. Ekki reyna að finna glufur í reglunum eða komast í kringum þær með lagaklækjum. Lestu þær einfaldlega vel og berðu virðingu fyrir hugsuninni sem liggur að baki.

Nekt eða kynferðislegt efni

YouTube er ekki fyrir klámfengið eða kynferðislegt efni. Ef slíkt á við um vídeóið þitt, jafnvel þótt það sé af sjálfum þér, skaltu ekki hlaða því upp á YouTube. Hafðu líka í huga að við störfum náið með löggæsluyfirvöldum og tilkynnum umsvifalaust misnotkun á börnum. Frekari upplýsingar

Skaðlegt eða hættulegt efni

Ekki birta vídeó sem hvetja aðra til að gera hluti sem gætu valdið þeim miklum skaða, sérstaklega börnum. Vídeó sem sýna skaðlegar eða hættulegar athafnir geta sætt aldurstakmörkunum eða verið fjarlægð, eftir því hvert efnið er. Frekari upplýsingar

Hatursfullt efni

Vörur okkar eru vettvangur fyrir frjálsa tjáningu. En við styðjum ekki efni sem hvetur til eða leggur blessun sína yfir ofbeldi gegn einstaklingum eða hópum á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna, trúar, fötlunar, kyns, aldurs, þjóðernis, stöðu sem fyrrum hermanna eða kynhneigðar/kynvitundar, eða hefur þann megintilgang að ala á hatri á vegna þessara þátta. Oft er úr vöndu að ráða í þessum efnum en ef meginmarkmiðið er að ráðast gegn hópi sem nýtur verndar fer efnið yfir strikið. Frekari upplýsingar

Ofbeldisfullt eða ógeðfellt efni

Ekki er í lagi að birta ofbeldisfullt eða ógeðslegt efni sem er einkum ætlað að vera sláandi, yfirdrifið eða valda hugaræsingi. Ef efni sem ekki er fyrir viðkvæma er sýnt í samhengi við fréttir eða heimildamyndir skaltu gæta þess að gefa nægar upplýsingar svo að fólk skilji hvað er að gerast í vídeóinu. Ekki hvetja aðra til að beita ofbeldi. Frekari upplýsingar

Áreitni og einelti á netinu

Ekki er í lagi að birta móðgandi vídeó og ummæli á YouTube. Ef áreitni fer yfir strikið og telst illgjörn árás er hægt að tilkynna hana og fá efnið fjarlægt. Í öðrum tilvikum geta notendur verið leiðinlegir eða smámunasamir og þá er rétt að hunsa viðkomandi. Frekari upplýsingar

Ruslefni, villandi lýsigögn og svindl

Enginn þolir ruslefni. Ekki setja inn misvísandi lýsingar, merki, titla eða smámyndir til að auka áhorf. Það er ekki í lagi að setja inn mikið magn af óviðkomandi, óæskilegu eða síendurteknu efni, þar með talin ummæli og einkaskilaboð. Frekari upplýsingar

Ógnanir

Árásargirni, ofsóknir, hótanir, einelti, ógnanir, brot á friðhelgi, birting persónuupplýsinga annarra og hvatning til annarra til að fremja ofbeldisverk eða brjóta gegn notkunarskilmálunum eru allt atriði sem eru litin alvarlegum augum. Hver sem staðinn er að slíkum athöfnum gæti sætt varanlegu banni á YouTube. Frekari upplýsingar

Höfundarréttur

Virtu höfundarréttinn. Hladdu eingöngu upp vídeóum sem þú hefur búið til eða hefur leyfi til að nota. Þú átt ekki að hlaða upp vídeóum sem þú bjóst ekki til eða nota efni í vídeóunum þínum sem aðrir eiga höfundarétt á, eins og lög, brot úr höfundarréttarvörðum þáttum eða vídeóum eftir aðra notendur, nema fá til þess tilskilin leyfi. Skoðaðu höfundarréttarmiðstöðina til að fá frekari upplýsingar. Frekari upplýsingar

Persónuvernd

Ef einhver hefur birt persónuupplýsingar um þig eða sett inn vídeó af þér án þíns leyfis geturðu farið fram á fjarlægingu efnisins með vísan í reglur okkar um persónuvernd. Frekari upplýsingar

Að villa á sér heimildir

Reglur okkar um að villa á sér heimildir leyfa að reikningar séu fjarlægðir ef þeir eru stofnaðir til að herma eftir rás eða einstaklingi. Frekari upplýsingar

Börn í hættu

Fáðu upplýsingar um hvað þú getur gert ef þú rekst á óviðeigandi efni. Hafðu einnig í huga að við störfum náið með löggæsluyfirvöldum og tilkynnum misnotkun á börnum. Frekari upplýsingar

Viðbótarreglur

Viðbótarreglur varðandi ýmist efni. Frekari upplýsingar

Ef athæfi höfundar á verkvangi YouTube eða utan hans skaðar notendur, svið eða samfélag okkar getum við gripið til aðgerða með hliðsjón af ýmsum þáttum, þ.m.t. en ekki takmarkað við alvarleika athæfisins og hvort greina megi ákveðið mynstur í skaðlegu athæfi af hálfu höfundar.
Viðbrögð geta verið allt frá því að loka á réttindi höfundar í það að loka reikningi viðkomandi.

Öryggi þitt skiptir okkur máli. Hér að neðan getur þú fengið upplýsingar um verkfæri og tilföng á YouTube og ábendingar um margvísleg efni.

Öryggisatriði tengd unglingum

Hér eru ýmis gagnleg tól og vinsamlegar ábendingar um hvernig má gæta að öryggi sínu á YouTube. Frekari upplýsingar

Takmörkuð stilling

Loka á mögulega vafasamt efni sem þú eða eða fjölskylda þín viljið ekki horfa á. Frekari upplýsingar

Sjálfsvíg og sjálfsskaði

Þú ert ekki ein(n) á báti. Þarftu á aðstoð að halda? Þú getur haft samband við National Suicide Prevention Lifeline í síma: 1-800-273-8255. Þjónustan er ókeypis og trúnaðarmál og opið er allan sólarhringinn alla daga ársins Frekari upplýsingar

Úrræði fyrir kennara

Hér eru nokkrar leiðir til að efla þig og nemendur þína í að auka öryggi sitt á netinu. Frekari upplýsingar

Úrræði fyrir foreldra

Verkfæri og leiðir til að hjálpa þér að hafa umsjón með notkun fjölskyldunnar á YouTube. Frekari upplýsingar

Aðrar upplýsingar

Frekari gagnlegar upplýsingar og tilföng fyrir YouTube notendur. Frekari upplýsingar

Persónuverndar- og öryggisstillingar

Flýtiaðgangur að persónuverndar- og öryggisstillingum. Frekari upplýsingar

Lagalegar reglur

Upplýsingar um lagalegar reglur okkar varðandi fjarlægingu og kvörtunarferlið. Frekari upplýsingar

Kynntu þér hvernig hægt er að tilkynna efni á YouTube og hvernig við framfylgjum reglum netsamfélagsins.

Tilkynna vídeó

Hvenær, hvers vegna og hvernig skal tilkynna efni. Frekari upplýsingar

Tilkynna móðgandi notanda

Sendu inn tilkynningu beint hér. Frekari upplýsingar

Leggja fram lagalega kvörtun

Sendu inn tilkynningu beint hér. Frekari upplýsingar

Tilkynna um brot gegn persónuvernd

Láttu okkur vita um vídeó eða ummæli á vefsvæðinu sem brjóta gegn persónuvernd þinni eða ógna öryggi þínu. Frekari upplýsingar

Aðrar leiðir til að tilkynna

Ef tilkynning á vídeói er ekki alveg réttu viðbrögðin við vandamáli. Frekari upplýsingar

Aldurstakmarkanir

Stundum brýtur vídeó ekki í bága við reglur en er mögulega ekki viðeigandi fyrir alla aldurshópa og því eru settar aldurstakmarkanir á vídeóið. Frekari upplýsingar

Punktar vegna brota gegn reglum netsamfélagsins

Hvað þetta er og hvernig við tökum á því. Frekari upplýsingar

Lokun reikninga

Alvarleg eða ítrekuð brot á reglum netsamfélagsins geta leitt til þess að reikningi verði lokað. Frekari upplýsingar

Áfrýjun punkta vegna vídeós

Hvað þú skalt gera ef þú færð punkt. Frekari upplýsingar