'
;

Skýli

Skýli eru nauðsynleg til að lifa af á neyðartímum eða þegar fólk er á vergangi. Þau eru líka lykillinn að því að byggja aftur upp öryggi einstaklingsins, sjálfstæði og reisn.

Hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna er kjarninn í verndarhlutverki okkar að tryggja aðgang að ásættanlegu skjóli við neyðaraðstæður. Við útvegum tjöld, deilum út plastdúkum og þróum viðbragðsáætlanir, tól og leiðbeiningar, neyðarhjálp og gefum þeim sem mest þurfa á því að halda samastað.

Í þéttbýli deila margir flóttamenn húsaskjóli eða búa í yfirgefnum byggingum, móttökumiðstöðvum, fátækrahverfum og óformlegum byggðum. Aðstæður eru oft undir viðmiðunarmörkum og að bjóða skjól getur verið mjög flókið. Í dreifbýli er algengt að bjóða vernd og mannúðaraðstoð í flóttamannabúðum.

Yfir 2,6 milljónir flóttamanna búa núna í búðum um allan heim og hafa verið lengur en fimm ár á flótta, sumir lengur en eina kynslóð. Þótt búðir geti gengt mikilvægu hlutverki, ekki síst á neyðartímum, skapa þær margvísleg vandamál til lengri tíma svo sem einangrun og að fólk verður háð aðstoð.

Á köldum nóttum eða heitum dögum getur hjálp okkar skilið á milli lífs og dauða.

Auk þess að dreifa tjöldum, frá þremur miðstöðvum okkar í Dubai, Kaupmannahöfn og Durban, leggur Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna líka til plastdúka og mottur sem hægt er að nota til að byggja einföld skýli. Ef aðstæður dragast á langinn fjármögnum við líka uppbyggingu samfélagsskýla eða byggingu nýrra heimila og útvegum veglausum efni til að byggja sjálfir heimili í tengslum við sjálfshjálparverkefni.

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna leiðir einnig Alþjóðlega skýlisklasann í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (ARKRH). ARKRH leiðir samstarfið þegar um náttúruhamfarir er að ræða en við leiðum þegar átök orsaka flótta. Saman hjálpum við heilu kynslóðunum heim.