Aqeela Asifi er verðlaunahafi Nansen-flóttamannaverðlaunanna árið 2015, sem er viðurkenning fyrir óþreytandi viðleitni hennar til að veita hundruðum stúlkna á flótta menntun.
Árið 2015 hlaut Aqeela Asifi Nansen-flóttamannaverðlaunin fyrir framúrskarandi framlag sitt til menntunar og eflingu stúlkna í Punjab-héraði í Pakistan.
Með verðlaunum er leitast við að viðhalda arfleifð stofnanda þeirra, með því að undirstrika gildi þrautseigju og sannfæringarkrafts gegn kúgun, ásamt því að skapa vettvang fyrir Flóttamannastofnun SÞ og samstarfsaðila.
Nansen-flóttamannaverðlaunin voru stofnuð árið 1954. Síðan þá hafa fleiri en 60 einstaklingar, hópar og samtök fengið viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu flóttamanna.
En sagan endar ekki við athöfnina. Nansen-verðlaunahafar fá 100.000 dollara til að fjármagna verkefni sín. Núverandi verðlaunahafi, Aqeela Asifi, hyggst setja í gang verkefni sem gerir skólastúlkum kleift að ljúka menntun sinni í Pakistan. Það mun einnig bæta aðgengi að grunnskólakennslu og grunnskólanámi, í gegnum samfélagsstofnanir í Kabúl, fyrir þau börn og unglinga sem hafa snúið aftur heim.
Hér eru nánari upplýsingar um núverandi verðlaunahafa.