'
;

Stuðningur einkaaðila

Nästan 60 miljoner människor runtom i världen har tvingats bort från sina hem. Det innebär att hjälpbehoven har ökat i mycket snabbare takt än de medel som finns för att skydda flyktingar.

Við trúum því að líf sem rifin eru upp með rótum af völdum harmleiks sé hægt að byggja upp aftur, fái flóttafólk nauðsynlegan stuðning. Þökk sé einstökum stuðningsaðilum og stuðningi leiðtoga í viðskiptalífinu getum boðið milljónum von, öryggi og virðingu. Með samvinnu getum við hjálpað þeim að byggja upp betri og bjartari framtíð.

Stuðningur einkaaðila kemur með nýja og mikilvæga orku til að bregðast við þörfum flóttamanna. Sum helstu fyrirtækja heims hjálpa nú þegar við að hámarka áhrif okkar og bæta getu okkar til að stuðla að breytingum, með því að veita aðstoð sem bjargar mannslífum og bjóða varanlegar lausnir fyrir milljónir fjölskyldna um allan heim.

”Það er okkur heiður að vinna með reynslumiklu starfsfólki Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Því þykir jafn mikilvægt og okkur að gera daglegt líf í og við flóttamannabúðir betra fyrir börnin sem búa þar. Starfsfólk IKEA er að sama skapi stolt af samstarfi okkar og að tilheyra fyrirtæki sem ber djúpstæða umhyggju fyrir velferð flóttabarna.”

Per Heggenes, framkvæmdastjóri IKEA sjóðsins

Samstarf við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skapar fyrirtækjum tækifæri til markaðssetningar og vaxtar. Vinna að sameiginlegum markmiðum ýtir líka undir stolt og tryggð meðal starfsfólks, sem og traust og trúverðugleika hjá viðskiptavinum og þeim sem taka ákvarðanir. Ávinningurinn getur verið að skapa fyrirtækinu stöðu sem virkt í samfélaginu, gera það alþjóðlega þekkt, byggja upp þekkingu þess á nýjum og upprennandi mörkuðum, leiða fram innlenda og erlenda samstarfsaðila og, í sumum tilfellum, samvinna um þróun nýrra vara og lausna.

  • Við erum alþjóðleg: Flóttamannastofnunin er á vettvangi í meira en 125 löndum um allan heim, í samvinnu við stjórnvöld, frjáls félagasamtök, einkaaðila, samfélagshópa, samfélög og flóttamenn.
  • Við framkvæmum hluti: Þegar neyðarástand brestur á getum við flutt nægar birgðir og stuðning sem bjargar mannslífum fyrir 50.000 einstaklinga innan 72 klukkustunda og erum með birgðir fyrir 550.000 í viðbót.
  • Við skiptum máli fyrir líf fólks: Við erum ekki bara á staðnum þegar fólk neyðist til að flýja til að bjarga lífi sínu – við eru á staðnum til að hjálpa því að finna heimili á ný, hvort sem það er þaðan sem fólk kom eða á nýjum stað. Á síðastliðnum 15 árum höfum við hjálpað yfir 10 milljónum einstaklinga að finna heimili á ný.
  • Við erum traustsins verð: Við höfum tvisvar verið handhafar friðarverðlauna Nóbels og höfum 65 ára reynslu af því að vita hvað virkar við sumar erfiðustu umhverfisaðstæður í heimi. Við vitum hvernig hægt er að nýta fjármagn og framlag annarra á hagkvæman og árangursríkan hátt, til að sem bestur árangur náist fyrir fólk sem hefur misst allt og þarf aðstoð til að byrja aftur.
  • Við höfum heiminn með okkur: Yfir 140 lönd eru aðilar að samningnum frá 1951 um réttarstöðu flóttamanna og skuldbinda sig með því til að bjóða öruggt skjól þegar við óskum eftir og örugga landvist fyrir þá sem eru í bráðri þörf fyrir aðstoð.