Takið þátt

Við leggjum nótt við dag við að vernda og aðstoða flóttafólk um allan heim – en við þurfum ykkar hjálp til að halda áfram.

Þið getið lagt Flóttamannastofnun SÞ lið á marga vegu. Ein leið er að styrkja með fjárframlagi sem rennur beint til aðgerða okkar á vettvangi víða um heiminn. Það er auðvelt og þið getið gefið þá upphæð sem ykkur hentar – allt kemur til góða.

Önnur leið er að stuðla að vitundarvakningu með því að tengjast tengslanetum okkar eða taka þátt í fjáröflun í ykkar heimahögum.

Við tökum einnig vel á móti starfsnemum(🇬🇧) og sjálfboðaliðum(🇬🇧) í höfuðstöðvum okkar og annars staðar.

Styðjið Flóttamannastofnun SÞ í dag

Fylgist með nýjustu fréttum og sögum

Og munið eftir að deila pósti frá okkur með vinum ykkar.

Styðjið okkur með framlagi

Það er auðvelt að styðja með fjárframlagi. Þið getið gefið hvaða upphæð sem er og hún mun öll renna beint til aðgerða okkar á vettvangi víða um heim. Styðjið með framlagi.

Vinnið með okkur

Við vinnum um allan heim. Skoðið lausar stöður hjá okkur(🇬🇧).

Takið þátt í sjálfboðastarfi

Fáið upplýsingar um hvað þarf til að geta gerst sjálfboðaliði og lesið ykkur til um ferlið með því að fara á síðuna Sjálfboðaliðar SÞ(🇬🇧). Einnig eru tækifæri fyrir sjálfboðaliða á netinu hjá Netsjálfboðaþjónustunni (🇬🇧)

Starfsnám

Við tökum vel á móti öllum umsækjendum og tökum við ákveðnum fjölda starfsnema á ári. Meira hér(🇬🇧).

Opin gögn

Við höfum opnað gagnagátt okkar til að auðvelda þróun gagnlegra verkfæra. Hægt er að nálgast upplýsingar annað hvort um opið API-viðmót eða með því að sækja csv-skrár. Hægt er að leita í upplýsingum um mannfjöldatölur frá 1951 á mannfjöldatölusíðunni okkar. Sum gagnanna hafa verið fjarlægð í verndarskyni.

Kennsluefni

Til að auðvelda börnum á öllum aldri að kynnast málefnum flóttafólks höfum við þróað fjölbreytt kennsluefni og opnað hóp á netinu þar sem kennarar geta skipst á hugmyndum og rætt kennsluáætlanir. Frekari upplýsingar og skráning á síðunni Skipti(🇬🇧).

Aðstoðið við að byggja aftur upp líf

Fyrirtæki geta komið til hjálpar á marga hagnýta vegu, allt frá því að aðstoða flóttafólk við að mynda samvinnufélög og styrkja hæfileika sína á viðskiptasviðinu til þess að ráða fólk með menntun og reynslu. Farið á Lífsviðurværi(🇬🇧) til að fá nánari upplýsingar um hvort fyrirtækið ykkar gæti liðsinnt.

Skipuleggið viðburð

Mynduð þið vilja styðja sérstaka viðburði Flóttamannastofnunar SÞ eða taka þátt í að efla vitund um fólk sem hefur hrakist á flótta? Þið getið tekið þátt og orðið að liði á marga vegu. Hér eru nokkrar hugmyndir:

  • Sjáið um veislu á alþjóðlegum degi flóttafólks – sýnið fréttatengda kvikmynd um fólk sem hefur hrakist á vergang eða fagnið fjölmenningu.
  • Skipuleggið umræður heima hjá ykkur, í félagsmiðstöðinni eða söfnuðinum ykkar um málefni flóttamanna. Hafið samband við næstu skrifstofu Flóttamannastofnunar SÞ og biðjið um hugmyndir og ef til vill ræðumann.
  • Haldið málfund um efni sem ykkur finnst mikilvægt – til dæmis: hver er flóttamaður? Hvaða réttindi hafa flóttamenn? Hvað er skjól? Hvað geta einstaklingar og samfélög gert til að veita hjálp?

Stuðningsaðilar í einkageiranum

Athugið hvernig þið getið hjálpað(🇬🇧).