Finnsk „amma“ hjálpar barni í vanda að finna ró

Azaldeen og ung dóttir hans eru að hefja nýtt líf á lítilli eyju í suð-vestur Finnlandi, eftir að fjölskylduharmleikur neyddi þau til að flýja Bagdad.

Díana, þriggja ára, frá Írak og finnsk „amma“ hennar Mona. © UNHCR/Max-Michel Kolijn

Díana kom til Finnlands þegar hún var aðeins tveggja ára, í október 2015, og átti í erfiðleikum með það sem gerðist þegar móður hennar var rænt og hún hvarf af heimili þeirra í Bagdad. Hrædd við allt sem var nýtt og öðruvísi þrýsti hún sér upp að föður sínum, Azaldeen Kadhem, sem sjálfur átti í erfiðleikum með að takast á við álagið og sorgina.

Azaldeen, 34, segir að Írak hafi ekki verið öruggur staður fyrir hann til að ala upp barn. „Við vorum alltaf hrædd,“ rifjar hann upp. „Það er enginn friður fyrir Díönu í Írak.“

Þau voru meðal 100 flóttamanna sem eignuðust nýtt heimili í Nagu, litlu samfélagi á eyju í finnska skerjagarðinum.

Þar tók Mona Hemmer, 80 ára íbúi, þau undir sinn verndarvæng og tók að sér ömmuhlutvert gagnvart Díönu og hjálpaði við að skapa festuí þessu nýja lífi hennar.

 

 

Nú þegar hún er orðin þriggja ára hefur Díana blómstrað. „Hún hefur stækkað ótrúlega hratt og breyst úr mjög kvíðnu barni í stúlku sem hefur samskipti og slakar á,“ segir Mona. „Framtíðin blasir björt við henni.“

Nýja heimilið hennar í Nagu er í sænskumælandi hluta Finnlands, rólegri orlofsbyggð fyrir þúsundir gesta yfir sumartímann. Utan háannatíma eru fastir íbúar um 1.500.

Mona flutti til eyjarinnar fyrir 17 árum þegar hún fór á eftirlaun og býr þar með sambýlismanni sínum Kaj. Um leið og íbúarnir vissu að þeir myndu taka á móti 100 flóttamönnum var hún ákveðin í að leggja sitt af mörkum til að bjóða þá velkomna.

„Framtíðin blasir björt við henni.“

Mona vinnur með menningarsamtökum við að fá tónleika og listviðburði til eyjarinnar og er virkur og virtur meðlimur samfélagsins. Þegar íbúarnir fréttu af væntanlegri komu flóttafólksins byrjuðu þeir strax að undirbúa.

„Sumir höfðu áhyggjur af þeim áhrifum sem flóttafólkið myndi hafa á okkar litla samfélag,“ segir hún. „En fyrst og fremst vorum við forvitin. Íbúar Nagu voru áður fyrr flakkarar og fiskimenn, þeir eru forvitnir um það óþekkta og ólíka menningu. Í stað þess að loka sig inni í ótta ákváðum við bjóða fjölskyldurnar og börnin velkomin sem gesti okkar.“

„Að bjóða flóttafólkið velkomið snýst um að skipuleggja fullt af skrítnum og aðskildum viðburðum fyrir það. Það snýst um að tryggja að það upplifi að því sé velkomið að vera hluti af því sem nærsamfélagið er þegar að gera.“

Mona og sambýlismaður hennar Kaj (til hægri) hafa tekið að sér hlutverk ömmu og afa fyrir Díönu. © UNHCR/Max-Michel Kolijn

 

Hópur fólks byrjaði að sjá til þess að flóttafólkið væri með og því boðið að taka þátt í viðburðum í samfélaginu.

Það talaði við skipuleggjendur námskeiða og klúbba sem voru í gangi, löguðu listnámskeið að þörfum fjölskyldna með börn, buðu flóttafólkinu að koma á líkamsræktar- og prjónanámskeið og í fótboltalið og tók ungmennin með í partý og eyddi tíma með þeim. Flóttafólkið fór fljótt að byggja upp sitt eigið tengslanet í Nagu.

„Mjög fljótt var það farið að þekkja suma af nágrönnum okkar betur en við gerðum,“ segir Mona. „Á endanum vorum það við sem lærðum af þeim og þetta þjappaði samfélaginu á Nagu betur saman.“

Azaldeen tengdist Monu strax og fór að kalla hana „mömmu“. Þegar hann byrjaði á finnskunámskeiði í Turku/Åbo, næstu borg, einu sinni í viku bauðst Mona til að passa Díönu og brátt hafði barnið gert hana að fósturömmu sinni. Í finnsku samfélagi tíðkast að börn eyði einum degi í viku hjá ömmu sinni og afa.

Díana heimsækir hest í hesthúsi nágrannans. © UNHCR/Max-Michel Kolijn

„Þetta þjappaði samfélaginu á Nagu betur saman.“

Díana eignaðist friðsælt skjól á heimili Monu þar sem hún gat slakað á, leikið við hundinn, heimsótt hestana í hesthúsi nágrannans og liðið eins og elskuðu barnabarni.

„Mín eigin barnabörn eru orðin stór svo ég var mjög ánægð að hitta Díönu,“ segir Mona. „Við höfum skapað okkar rútínu og Díana upplifir öryggi hér.“

Azaldeen og Díana hafa nú öðlast stöðu flóttafólks og búsetuleyfi og Azaldeen hefur ákveðið að búa áfram á Nagu og læra finnsku, á meðan margir aðrir úr hópnum hafa valið að flytjast til stærri borga.

„Ég vil ekki að Díana þurfi að flytja aftur nú þegar við höfum eignast stóra fjölskyldu hérna,“ segir hann. „Fjölskyldan mín er Mona og Kaj og hinir hér á Nagu.“

„Nagu er góður og kærleiksríkur staður. Þetta er heimili okkar núna.“