Samtök okkar vinna að grundvallar mannréttindum flóttamanna og tryggja að þeir séu ekki látnir snúa gegn vilja sínum til lands þar sem þeim mæta ofsóknir. Við hjálpum þeim að snúa aftur til heimalands síns þegar aðstæður leyfa, setjast að í hælislandi eða flytja til þriðja lands. Við vekjum líka alþjóðlega athygli á flóttamannasáttmálum, hjálpum ríkjum að setja upp hæliskerfi og tökum að okkur alþjóðlegt eftirlit með málefnum flóttamanna.
Fangelsanir
Fangelsanir umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttamanna er orðin algeng í nokkrum löndum og hefur alvarleg og varanleg áhrif á einstaklinga og fjölskyldur. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir áhyggjum af aukningu á fangelsunum á innflytjendum, sérstaklega börnum. Við mætum þessum aðferðum með gerð „Heildarstefnu – án fangelsana 2014-2019“, sem hefur það að markmiði að styðja stjórnvöld við að gera fangelsanir umsækjenda um alþjóðlega vernd að undantekningu frekar en hefðbundnum aðferðum.
Með heildarstefnunni munum við vinna með stjórnvöldum, alþjóðlegum og innlendum félagasamtökum og öðrum mikilvægum aðilum til að takast á við sum mikilvægustu viðfangsefni og áhyggjuefni varðandi stefnu stjórnvalda og aðferðir við fangelsanir.
Meginmarkmið stefnunnar eru að:
- Stöðva fangelsanir barna
- Tryggja að til séu lagalegir valkostir við fangelsun og þeir séu nýttir
- Tryggja að aðstæður við fangelsun, þegar fangelsun er óhjákvæmileg, standist alþjóðlegar kröfur með því, meðal annars, að tryggja Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eða samstarfsaðilum hennar aðgang að stöðum þar sem innflytjendur eru fangelsaðir til að framkvæma eftirlit.
Heildarstefnan verður innleidd bæði á lands- og landsvæðavísu, í gegnum þróun aðgerðaáætlana tiltekinna landa. Þær munu ná yfir tilteknar aðgerðir og frumkvæði sem þarf að þróa til að ná heildarmarkmiðunum, þar á meðal er að tala fyrir málstaðnum, auka þekkingu og vinna að átaksverkefnum, byggja upp þekkingu, styrkja samvinnu, deila upplýsingum, safna gögnum og gera skýrslur, rannsóknir og stunda eftirlit.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur valið tiltekin lönd til að vinna með í upphafi við að endurskoða fangelsanir og styrkja aðra valkosti við fangelsanir, þar á meðal Kanada, Ungverjaland, Indónesíu, Litáen, Malasíu, Möltu, Mexíkó, Taíland, Bretland, Bandaríkin og Zambiu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna mun fjölga í hópi þessara landa á næstu fimm árum.
Stefna á sviði verndar og lögfræðiráðgjafar
Sem umsjónaraðili með samningnum frá 1951 og bókuninni frá 1967, vill Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gera niðurstöður rannsókna sinna á lagaumhverfi og stefnum á sviði vernd aðgengilegar fyrir stefnumótendur, fræðimenn, lögfræðinga, dómara, frjáls félagasamtök og almenning.
Skrifstofa alþjóðlegrar verndar, í gegnum deild sína um stefnu á sviði verndar og lögfræðiráðgjafar, hefur hafið útgáfu á ritum á sviði rannsókna á lagaumhverfi og stefnum á sviði verndar. Velkomið er að gera athugasemdir. Vinsamlega sendið þær á Tölvupóst deildar um stefnu á sviði verndar og lögfræðiráðgjafar.