#WithRefugees

Í heimi þar sem ofbeldi neyðir hundruð fjölskyldna til að leggja á flótta á hverjum degi telur UNHCR, Flóttamannastofnun SÞ, að nú sé kominn tími til að sýna leiðtogum heimsins að almenningur stendur með #WithRefugees. Í því skyni mun UNHCR hleypa af stokkunum #WithRefugees áskorun sinni í júní til að senda skilaboð til stjórnvalda um að þau verði að vinna saman og leggja sitt af mörkum fyrir flóttafólk.

Á Alþjóðlega flóttamannadeginum, sem haldinn er árlega 20. júní, minnist UNHCR styrks, hugrekkis og þrautseigju milljóna flóttamanna. Í ár veitir Alþjóðlegi flóttamannadagurinn einnig almenningi tækifæri til að sýna fjölskyldum sem hafa neyðst til að leggja á flótta stuðning sinn.

Með því að skrifa undir #WithRefugees áskorunina getur fólk um allan heim skorað á stjórnvöld að vinna saman og leggja sitt af mörkum fyrir flóttafólk.

#WithRefugees áskorunin verður afhent í höfuðstöðvum SÞ í New York fyrir Allsherjarþing SÞ þann 19. september. Skorað er á stjórnvöld að:

• Tryggja að öll börn á flótta hljóti menntun.
• Tryggja að allar fjölskyldur á flótta hafi öruggt húsaskjól.
• Tryggja að allir flóttamenn geti unnið eða öðlast nýja færni til að skila sínu til samfélagsins.

Bættu þínu nafni við áskorunina til að sýna að heimsbyggðin stendur með #WithRefugees