Draumur hans er að finna lækningu við krabbameini

Mojtaba var 13 ára þegar hann flýði undan Talíbönum

Mojtaba, 22: : „Ferðalagið til Evrópu var mjög erfitt. Ég var bara 13 ára. Á leiðinni til Evrópu missti ég eldri bróður minn. Hann drukknaði á siglingunni frá Tyrklandi til Grikklands. Eftir það þurfti ég að spjara mig sjálfur. Það sem mér fannst erfiðast var að vita aldrei hverjum ég gæti treyst. Heppnin var samt með mér. Í Austurríki fann ég fjölskyldu sem studdi mig og stendur enn við bakið á mér. Og nú er ég í háskóla að læra sameindalíffræði.

„Þegar ég var að vaxa úr grasi lærði ég engin raunvísindi. Ég hjálpaði foreldrum mínum að yrkja jörðina í Ghazni-héraðinu. Þau voru bændur sem ræktuðu kartöflur, ávexti og grænmeti. Talíbanarnir voru alltaf á næsta leiti. Við vorum hlut af Hazara-minnihlutahópnum og þess vegna í stöðugri hættu. Okkur leið eins og við værum í fangelsi. Við höfðum ekki fullt athafnafrelsi og fyrr eða síðar myndi koma að því að það yrði ráðist á okkur. Eina von okkar um öruggt líf var að komast til Evrópu.

„Nú er fólkið mitt í Afganistan komið til mín og ég á möguleika á að láta drauminn um að vinna að krabbameinsrannsóknum rætast. Mig langar til að ljúka doktorsnáminu í öðru landi, kannski Skotlandi, vegna þess að þar eru færir sérfræðingar á sviði heilarannsókna. Ég er staðráðinn í að leggja mitt til baráttunnar gegn krabbameini.“

Austria. Mojtaba Tavakoli's story

Mojtaba Tavakoli, 22 ára, flúði Afganistan þegar hann var 13 ára. Í dag nemur hann sameindalíffræði með áherslu á krabbameinsrannsóknir við Læknaháskólann í Vín í Austurríki.

Mojtaba2

Mojtaba, 22 ára, heldur á yngsta bróður sínum, hinum 1 árs Omid Tavakoli, ásamt móður sinni Rehana Rahimi, 46 ára, á heimili fjölskyldunnar.

Austria. Mojtaba Tavakoli's story

Mojtaba vinnur á rannsóknarstofu í Læknaháskólanum í Vín. 13 ára flúði hann ógnarstjórn talíbana, en bróðir hans drukknaði í Eyjahafi. Í dag er hann læknanemi og dreymir um að finna lækningu við krabbameini.

Austria. Mojtaba Tavakoli's story

Tavakoli-fjölskyldan nýtur saman hefðbundins kvöldverðar. Frá vinstri: Móðir Mojtaba, Rehana Rahimi (46 ára), systirin Zahra Tavakoli (17 ára), Mojtaba Tavakoli (22 ára), bróðirinn Omid Tavakoli (1 árs) og faðir hans Joma Ali Tavakoli (53 ára)

Austria. Mojtaba Tavakoli's story

Mojtaba (annar frá vinstri) og vinir hans í grillveislu í Vín í Austurríki. „Ég dái Vín. Það er falleg borg og þar á ég heima.“

Austria. Mojtaba Tavakoli's story

Mojtaba sinnir náminu langt fram á kvöld í herbergi sínu heima hjá stjúpforeldrum sínum. Hann vonast til að ljúka doktorsprófi í krabbameinsrannsóknum.


Mojtaba Tavakoli hafði aðeins lokið grunnskólanámi þegar hann flýði Talíbana í Afganistan, þá 13 ára gamall. Nú er hann 22 ára og leggur stund á nám í sameindalíffræði við læknadeild háskólans í Vín og stefnir á að sinna krabbameinsrannsóknum í framtíðinni. Tavakoli-fjölskyldan, sem tilheyrir hinum undirokaða minnihlutahópi Hazara í Afganistan, sendi tvo syni sína til Evrópu árið 2006 til að koma þeim undan kúgun Talíbana. Eftir að eldri bróðirinn, Morteza, sem var 18 ára, drukknaði á ferðinni yfir Eyjahafið hélt Mojtaba áfram ferðinni einn. Í Austurríki komst hann í umsjá austurrískra hjóna, Marion Weigl og Bernhard Wimmer.

Eftir að Mojtaba hafði verið veitt hæli í Austurríki gat hann fengið fjölskyldu sína í Afganistan til sín líka. Annar bræðra hans, hinn 12 ára gamli Mustafa, lést úr krabbameini í Vínarborg árið 2014. Þessi missir, og manngæska þeirra sem hafa stutt Mojtaba og fjölskyldu hans, hefur orðið Mojtaba hvatning til framtíðar.

„Ég hef séð margt sem tvisvar sinnum eldra fólk en ég hefur aldrei orðið vitni að,“ segir hann. „Vegna þessa geri ég miklar kröfur til sjálfs mín og vil nota tækifærin sem ég hef fengið til að gera fjölskyldu mína stolta af mér.

Sýndu þína samstöðu með flóttamönnum #WithRefugees Skrifaðu undir áskorunina – Skrifaðu undir í dag


Fylgjast með – Fylgdu okkur á:

Right Petition Text – IS

Sýndu þína samstöðu með flóttamönnum #WithRefugees

Skrifaðu undir áskorunina

Skrifaðu undir í dag