Carmen vonast til þess að starf hennar verði öðrum konum hvatning

Carmen flúði átök í Kólumbíu ásamt dóttur sinni.

Carmen Perea, 41: „Ég heiti Carmen Perea. Ég fæddist í Buenaventura í Kólumbíu. Núna bý ég í Ekvador. Ég vinn við að sauma kvenskó. Ég yfirgaf heimaland mitt vegna ofbeldisins sem var daglegt brauð þar. Eftir að bróðir minn var myrtur neyddist ég til að flýja. Hættan var of mikil. Ég gat ekki hugsað mér að ala dætur mínar upp á stað þar sem slíkt ofbeldi átti sér stað.

Ég kom til Ekvador fyrir 10 árum. Ég fór að taka þátt í aðlögunarstarfi fyrir flóttamenn hér í Ekvador og varð svo talskona fyrir herferðina SmileWeAreIntegrating. Í tengslum við starf mitt fyrir þá herferð gafst mér kostur á að hitta Ile Miranda, sem er þekktur skóhönnuður frá Ekvador. Í samvinnu við hana hönnuðum við uppreimaða sandala undir vörumerkinu „She Loved Me“, frá Ile. Hönnunarheitið er lýsandi fyrir baráttu almúgakvenna sem vilja bæta lífsskilyrði sín. Við trúum því að ef við elskum okkur sjálfar og höfum trú á okkur getum við ekki aðeins gert okkar eigið líf betra heldur einnig líf barnanna okkar.”

„Fólkið í Ekvador hefur tekið mér opnum örmum, og yfirvöld í landinu líka. Þetta hefur verið mjög góð lífsreynsla fyrir okkur mæðgurnar og gert okkur kleift að dafna og njóta fjölbreyttari tækifæra.“

Carmen lítur á skóna sem hún býr til sem táknmyndir erfiðleikanna sem konur mæta í daglegu lífi. Skór sem lýsa hugrekki og glæsileika. Carmen hefur mikla ánægju af því að sauma saman hlutana sem að lokum mynda sandalana. Sandalarnir eru afrakstur af samvinnu hennar við ekvadoríska skóhönnuðinn Ile Miranda. Þetta samstarf skapar störf fyrir fleiri konur, sem geta þá með stolti séð sínum fjölskyldum farborða.

carmen1

Ekvador. Kólumbíski flóttamaðurinn Carmen býr hvern einasta sandala til í höndunum á vinnustofunni sinni, meðan yngsta dóttir hennar fylgist með.

carmen8

Vörumerki kólumbíska flóttamannsins Carmen á sandölunum hennar.

carmen5

Carmen er flóttamaður frá Kólumbíu og trúir því að hún geti með vinnu sinni verið öðrum flóttakonum hvatning til að þrauka. Carmen flúði Buenaventura í Kólumbíu eftir að bróðir hennar var myrtur. Hún vildi ala dætur sínar upp við öryggi.

carmen6

Kólumbíski flóttamaðurinn Carmen handgerir hvert par af gladiator-sandölum á vinnustofunni sinni, og vinnur oft langt fram á kvöld. Hún vonast til að verða öðrum konum hvatning með sinni vinnu.

carmen2

Kólumbíski flóttamaðurinn Carmen ver tímanum með dætrum sínum þegar hún er ekki að búa til sandala á vinnustofunni sinni.

carmen7

Kólumbíski flóttamaðurinn Carmen handgerir hvert par af sandölum á vinnustofunni sinni. Yngsta dóttir hennar veitir henni félagsskap.

carmen3

Yngsta dóttir kólumbíska flóttamannsins Carmen leikur sér með sandalaólar í vinnustofu móður sinnar.

Carmen Perea flúði til Ekvador árið 2006 eftir að bróðir hennar var myrtur. Þessi hörmulegi atburður hrakti hana á flótta frá fæðingarborg hennar, Buenaventura, sem var undirlögð af vopnuðum átökum. Í Kólumbíu eru talið að um 6,5 milljónir manna séu á vergangi innan síns heimalands, sem er næsthæsta tala í heiminum. Aðeins í Sýrlandi er þessi tala hærri.

Átök og ofbeldi hafa sett mark sitt á Buenaventura í rúma fimm áratugi. Borgin er iðnaðar- og hafnarborg og tíðni ofbeldisglæpa og fjöldi heimilislausra er með því hæsta sem þekkist. Helsta orsök þessa eru átök milli ólöglegra vígasveita. Þessar vígasveitir herja oft sérstaklega á konur og beita iðulega pyntingum, kerfisbundnum nauðgunum og hefndarmorðum í því skyni að ná völdum og halda þeim. Frá árinu 2000 hafa í kringum 200.000 manns flúið frá Kólumbíu yfir til Ekvador.

Með mikilli elju hefur Carmen aðlagast samfélaginu í Ekvador einstaklega vel og tekist að koma á fót litlu fyrirtæki sem framleiðir skófatnað fyrir konur.

Sýndu þína samstöðu með flóttamönnum #WithRefugees Skrifaðu undir áskorunina – Skrifaðu undir í dag


Fylgjast með – Fylgdu okkur á:

Right Petition Text – IS

Sýndu þína samstöðu með flóttamönnum #WithRefugees

Skrifaðu undir áskorunina

Skrifaðu undir í dag